Dustin Johnson leiðir fyrir lokadaginn | Tiger ekki í toppbaráttu í þetta skipti Ísak Hallmundarson skrifar 9. ágúst 2020 09:45 Dustin Johnson er efstur fyrir lokadaginn. getty/Jamie Squire Þremur hringjum af fjórum er lokið á PGA meistaramótinu í golf. Lokahringurinn fer fram í dag. Dustin Johnson er efsti maður fyrir lokadaginn. Hann lék á fimm höggum undir pari í gær og er samanlagt á níu höggum undir pari á hringjunum þremur. Eftir tvöfaldan skolla á níundu braut í gær fékk hann fjóra fugla og engan skolla á seinni níu holunum. Einu höggi á eftir Johnson eru Scottie Scheffler og Cameron Champ á átta höggum undir pari. Höggi á eftir þeim eru Collin Morikawa, Paul Casey og Brooks Koepka á sjö undir. Haotong Li sem var efstur fyrir gærdaginn náði sér ekki á strik í gær. Hann spilaði á þremur yfir pari og er samanlagt á fimm höggum undir pari. Tiger Woods er ekki með í toppbaráttunni í ár. Hann er ellefu höggum frá efsta manni, spilaði á tveimur höggum yfir pari í gær og er samanlagt á tveimur yfir. Rory McIlroy er á einu höggi undir pari. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þremur hringjum af fjórum er lokið á PGA meistaramótinu í golf. Lokahringurinn fer fram í dag. Dustin Johnson er efsti maður fyrir lokadaginn. Hann lék á fimm höggum undir pari í gær og er samanlagt á níu höggum undir pari á hringjunum þremur. Eftir tvöfaldan skolla á níundu braut í gær fékk hann fjóra fugla og engan skolla á seinni níu holunum. Einu höggi á eftir Johnson eru Scottie Scheffler og Cameron Champ á átta höggum undir pari. Höggi á eftir þeim eru Collin Morikawa, Paul Casey og Brooks Koepka á sjö undir. Haotong Li sem var efstur fyrir gærdaginn náði sér ekki á strik í gær. Hann spilaði á þremur yfir pari og er samanlagt á fimm höggum undir pari. Tiger Woods er ekki með í toppbaráttunni í ár. Hann er ellefu höggum frá efsta manni, spilaði á tveimur höggum yfir pari í gær og er samanlagt á tveimur yfir. Rory McIlroy er á einu höggi undir pari. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira