Golf

Tveggja högga forysta Bjarka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki leiðir í Mosfellsbæ.
Bjarki leiðir í Mosfellsbæ. mynd/seth

Bjarki Pétursson, úr GKG, er með tveggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Íslandsmínu í golfi en spilað er í Mosfellsbæ.

Bjarki leiddi einnig eftir fyrstu tvo hringina en í dag spilaði hann á 69 höggum og því náði Aron Snær Júlíusson aðeins að saxa á forystuna.

Aron Snær spilaði á 67 höggum í dag og er þar af leiðandi tveimur höggum á eftir Bjarka.

Keilismennirnir Rúnar Arnórsson og Axel Bóasson eru jafnir í 3. sætinu á fimm höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Bjarka.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér en lokahringurinn fer fram á morgun þar sem úrslitin ráðast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.