44 fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafa endurgreitt Vinnumálastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 14:52 Fyrirtækin hafa endurgreitt Vinnumálastofnun 210 milljónir króna. Vísir/Hanna Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44
Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27