Golf

Bjarki sló vallarmetið í dag

Ísak Hallmundarson skrifar
Bjarki fór á kostum á hringnum í dag.
Bjarki fór á kostum á hringnum í dag. mynd/golf.is

Bjarki Pétursson, sem er efstur eins og stendur á Íslandsmótinu í golfi, setti vallarmet á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í dag.

Bjarki lék hringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Hann byrjaði frábærlega, fékk fjóra fugla á fyrstu fjórum holunum. Hann fékk alls sjö fugla, einn skolla og tíu pör á hringnum. 

Tveimur hringjum er lokið á mótinu og er Bjarki eins og áður segir í forystu, einu höggi á undan Axeli Bóassyni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.