Golf

Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir eftir annan hring

Ísak Hallmundarson skrifar
Ragnhildur Kristinsdóttir er í forystu þegar mótið er hálfnað.
Ragnhildur Kristinsdóttir er í forystu þegar mótið er hálfnað. mynd/GSÍ

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er efst eftir fyrstu tvo hringina í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi. 

Ragnhildur lék á 71 höggi í dag, einu höggi undir pari, og er samtals á þremur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari síðustu tveggja ára, er í öðru sæti á samtals einu höggi undir pari og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem var efst eftir gærdaginn er í þriðja sæti, en hún er samanlagt á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina.

Anna Júlía Ólafsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir eru í fjórða og fimmta sæti á átta höggum yfir pari. 

Keppni er enn í fullum gangi í karlaflokki en þar er Aron Snær Júlíusson efstur í augnablikinu á fimm höggum undir pari, en er eins og stendur á 14. holu vallarins. Meira um karlaflokkinn síðar í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.