Körfubolti

Hard­en af­greiddi LeBron lausa Lakers og Lillard í rosa­legu stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden í leiknum í nótt.
Harden í leiknum í nótt. vísir/getty

Átta leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. LA Lakers tapaði öðrum leiknum í röð og Damian Lillard var í banastuði gegn Denver.

LA Lakers hafði nú þegar tryggt sér toppsæti Vesturdeildarinnar en þeir töpuðu 113-97 gegn Houston í nótt.

Ein helsta ástæðan fyrir tapinu var mögnuð frammistaða James Harden. Hann gerði 39 stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar.

LeBron James horfði á leikinn frá varamannabekknum en hann var hvíldur í leiknum í nótt.

Damian Lillard gerði sér lítið fyrir og skoraði 45 stig er Portland vann tíu stiga sigur á Denver, 125-115.

Öll úrslit næturinnar:

New Orleans - Sacramento 125-140

Miami - Milwaukee 116-130

Indiana - Phoenix 99-114

LA Clippers - Dallas 126-111

Portland - Denver 125-115

LA Lakers - Houston 97-113

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.