Körfubolti

Hlær að ummælum Bandaríkjaforseta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron er alveg sama hvort Bandaríkjaforseti fylgist með deildinni eða ekki.
LeBron er alveg sama hvort Bandaríkjaforseti fylgist með deildinni eða ekki. Harry How/Getty Images

LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers -  hlær að ummælum Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Forsetinn sagði að hann myndi ekki fylgjast með deildinni ef leikmenn myndu krjúpa á hné þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna ómar fyrir leiki.

LeBron segir að leikmenn – og deildin – muni ekki sakna áhorfs Trump.

Íþróttafólk í Bandaríkjunum hefur verið duglegt að láta rödd sína heyra undanfarnar vikur í kjölfar morðanna á George Floyd og Breonna Taylor. Sumir leikmenn NBA-deildarinnar ákváðu að taka ekki þátt í NBA-kúlunni - sem fram fer í Disney World - og einbeita sér frekar að ýta undir samfélagslegar breytingar þar í landi.

Trump sagði í viðtali hjá Fox að það væri ekki ásættanlegt að leikmenn myndu krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn væri sunginn. Þá bætti Trump við að enginn – nema mögulega Abraham Lincoln – hefði gert meira fyrir samfélag svartra í Bandaríkjunum.

„Eruð þið að reyna að fá mig til að hlægja,“ spurði LeBron þegar ummæli Trump voru borin undir hann.

„Ég held að körfubolta samfélagið muni ekki sakna áhorfs Trump,“ sagði LeBron einnig áður en hann hvatti fólk til að nýta kosningarétt sinn í nóvember næstkomandi.

James hefur verið prímusmótorinn í endurkomu Lakers en liðið er öruggt með efsta sæti Vesturdeildar þó enn séu nokkrir leikir áður en deildarkeppninni ljúki. Hann verður þó ekki með liðinu er það mætir Houston Rockets í nótt vegna smávægilegra meiðsla.


Tengdar fréttir

Segir að nú megi ekki taka fótinn af bensíngjöfinni

LeBron James – stórstjarna Los Angeles Lakers og NBA-deildarinnar í körfubolta - segir að leikmenn deildarinnar verði að halda áfram baráttunni fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.