Samferða í 50 ár - Álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður Helga Ingólfsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 10:57 Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar. Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið. Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa. Að hafa aðgang að vistvænni orku eins og við búum að er ómetanlegt fyrir okkur íslendinga og það skiptir auðvitað miklu máli að þessi vara sé verðlögð þannig að hún skili okkur góðum arði en þá þurfum við líka að lesa rétt í markaðsaðstæður með hagsmuni allra hagaaðila að leiðarljósi. Álverið í Straumsvík er okkar fyrsta stóriðja og grundvöllur þess að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Þegar horft er til framtíðar þarf að leita nýrra tækifæra til þess að koma okkar verðmætum sem felast í umhverfisvænni raforku í verð. Við eigum að vinna að því að auka sjálfbærni á sem flestum sviðum til þess að treysta stoðir atvinnulífisins en lokun álversins í Straumsvík með tilheyrandi tekjutapi og afleiddum kostnaði fyrir samfélagið myndi ekki flýta fyrir þeirri þróun. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar. Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið. Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa. Að hafa aðgang að vistvænni orku eins og við búum að er ómetanlegt fyrir okkur íslendinga og það skiptir auðvitað miklu máli að þessi vara sé verðlögð þannig að hún skili okkur góðum arði en þá þurfum við líka að lesa rétt í markaðsaðstæður með hagsmuni allra hagaaðila að leiðarljósi. Álverið í Straumsvík er okkar fyrsta stóriðja og grundvöllur þess að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Þegar horft er til framtíðar þarf að leita nýrra tækifæra til þess að koma okkar verðmætum sem felast í umhverfisvænni raforku í verð. Við eigum að vinna að því að auka sjálfbærni á sem flestum sviðum til þess að treysta stoðir atvinnulífisins en lokun álversins í Straumsvík með tilheyrandi tekjutapi og afleiddum kostnaði fyrir samfélagið myndi ekki flýta fyrir þeirri þróun. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun