Samferða í 50 ár - Álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður Helga Ingólfsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 10:57 Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar. Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið. Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa. Að hafa aðgang að vistvænni orku eins og við búum að er ómetanlegt fyrir okkur íslendinga og það skiptir auðvitað miklu máli að þessi vara sé verðlögð þannig að hún skili okkur góðum arði en þá þurfum við líka að lesa rétt í markaðsaðstæður með hagsmuni allra hagaaðila að leiðarljósi. Álverið í Straumsvík er okkar fyrsta stóriðja og grundvöllur þess að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Þegar horft er til framtíðar þarf að leita nýrra tækifæra til þess að koma okkar verðmætum sem felast í umhverfisvænni raforku í verð. Við eigum að vinna að því að auka sjálfbærni á sem flestum sviðum til þess að treysta stoðir atvinnulífisins en lokun álversins í Straumsvík með tilheyrandi tekjutapi og afleiddum kostnaði fyrir samfélagið myndi ekki flýta fyrir þeirri þróun. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar. Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið. Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa. Að hafa aðgang að vistvænni orku eins og við búum að er ómetanlegt fyrir okkur íslendinga og það skiptir auðvitað miklu máli að þessi vara sé verðlögð þannig að hún skili okkur góðum arði en þá þurfum við líka að lesa rétt í markaðsaðstæður með hagsmuni allra hagaaðila að leiðarljósi. Álverið í Straumsvík er okkar fyrsta stóriðja og grundvöllur þess að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Þegar horft er til framtíðar þarf að leita nýrra tækifæra til þess að koma okkar verðmætum sem felast í umhverfisvænni raforku í verð. Við eigum að vinna að því að auka sjálfbærni á sem flestum sviðum til þess að treysta stoðir atvinnulífisins en lokun álversins í Straumsvík með tilheyrandi tekjutapi og afleiddum kostnaði fyrir samfélagið myndi ekki flýta fyrir þeirri þróun. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun