Samferða í 50 ár - Álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður Helga Ingólfsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 10:57 Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar. Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið. Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa. Að hafa aðgang að vistvænni orku eins og við búum að er ómetanlegt fyrir okkur íslendinga og það skiptir auðvitað miklu máli að þessi vara sé verðlögð þannig að hún skili okkur góðum arði en þá þurfum við líka að lesa rétt í markaðsaðstæður með hagsmuni allra hagaaðila að leiðarljósi. Álverið í Straumsvík er okkar fyrsta stóriðja og grundvöllur þess að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Þegar horft er til framtíðar þarf að leita nýrra tækifæra til þess að koma okkar verðmætum sem felast í umhverfisvænni raforku í verð. Við eigum að vinna að því að auka sjálfbærni á sem flestum sviðum til þess að treysta stoðir atvinnulífisins en lokun álversins í Straumsvík með tilheyrandi tekjutapi og afleiddum kostnaði fyrir samfélagið myndi ekki flýta fyrir þeirri þróun. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti varðandi framtíð Álversins í Straumsvík sem hefur verið einn af stærstu vinnustöðum Hafnarfjarðar í hálfa öld. Álverið er verðmætur vinnustaður fyrir okkur öll sem samfélag og verðmætur kaupandi af vistvænni orku sem þarf til framleiðslunnar. Verð á raforku og dreifingarkostnaði þarf að vera gagnsætt og byggt á þeim grunni að Ísland verði til framtíðar samkeppnishæft við önnur lönd í Evrópu. Horfa þarf til umhverfissjónarmiða og nýtingar á grænni orku sem til lengri tíma litið hlýtur að skila sér í hagkvæmni fyrir framleiðendur og umhverfið. Miklu skiptir að mótuð verði stefna í verðlagningu á raforku til stórnotenda sem styður við áframhaldandi starfsemi þeirra fyrirtækja sem þegar eru hér starfrækt og skila umtalsverðum tekjum til orkusala og í formi skatta, launa og þjónustukaupa. Að hafa aðgang að vistvænni orku eins og við búum að er ómetanlegt fyrir okkur íslendinga og það skiptir auðvitað miklu máli að þessi vara sé verðlögð þannig að hún skili okkur góðum arði en þá þurfum við líka að lesa rétt í markaðsaðstæður með hagsmuni allra hagaaðila að leiðarljósi. Álverið í Straumsvík er okkar fyrsta stóriðja og grundvöllur þess að Landsvirkjun var stofnuð og bygging Búrfellsvirkjunar hófst. Álverið hefur ávallt verið vinsæll vinnustaður þar sem aðbúnaður starfsfólks er góður og tækifæri starfsfólks til þess að bæta við sig menntun er til fyrirmyndar en margir hafa útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Þegar horft er til framtíðar þarf að leita nýrra tækifæra til þess að koma okkar verðmætum sem felast í umhverfisvænni raforku í verð. Við eigum að vinna að því að auka sjálfbærni á sem flestum sviðum til þess að treysta stoðir atvinnulífisins en lokun álversins í Straumsvík með tilheyrandi tekjutapi og afleiddum kostnaði fyrir samfélagið myndi ekki flýta fyrir þeirri þróun. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar