Guðrún Brá stefnir á sigur þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 20:15 Guðrún Brá á titil að verja um helgina. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð
Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30
Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30