Viðskipti erlent

Segir að Banda­ríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/MICHAEL REYNOLD

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina.

„Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna.

Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum.

Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt.

Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila.

Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.