Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/MICHAEL REYNOLD Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð. Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Forsetinn segist hafa gert kröfu um að „verulegur hluti“ fjárhæðarinnar sem fæst fyrir TikTok komi í hlut ríkisins í samtali við Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, nú um helgina. „Bandaríkin ættu að fá stóran hluta af kaupverðinu af því við erum að gera þetta [söluna] mögulegt,“ hefur BBC eftir Trump. Forsetinn segist þá telja slíka ráðstöfun afar sanngjarna. Yfirstandandi samningaviðræður Microsoft og ByteDance snúa að mögulegum kaupum fyrrnefnda fyrirtækisins á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá varaði Trump við því að ef samningar nást ekki milli Microsoft og ByteDance um söluna á TikTok fyrir 15. september næstkomandi, myndi hann banna samskiptamiðilinn í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áður ýjað að því að hann myndi banna miðilinn vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu aðgang að upplýsingum um Bandaríkjamenn sem nota forritið. Bæði TikTok og stjórnvöld í Peking hafa þvertekið fyrir slíkt. Kínverjar geti brugðist við „þjófnaðinum“ Breska ríkisútvarpið hefur eftir Nicholas Klein, lögmanni hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni DLA Piper, að málið sé afar óvenjulegt og að almennt hafi ríkið ekki heimild til þess að taka hluta af viðskiptasamningum milli einkaaðila. Þá segir í kínverska ríkisblaðinu China Daily að stjórnvöld Peking myndi ekki samþykkja „þjófnað“ á kínversku tæknifyrirtæki og varaði við því að Kína hefði „ýmsar leiðir til þess að bregðast við ef ríkisstjórnin fylgir eftir fyrirætlunum sínum um innbrot og þjófnað,“ og vísar þar til þess að Trump segist ætla að banna TikTok, verði bandaríski hluti þess ekki kominn í hendur innlendra aðila fyrir miðjan næsta mánuð.
Bandaríkin Kína Microsoft Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira