Golf

Heiðruðu minningu dóttur Villegas á mótinu

Sindri Sverrisson skrifar
Brooks Koepka lék best á fyrsta degi mótsins. Hann spilar með regnbogaborða á derhúfunni eins og sjá má.
Brooks Koepka lék best á fyrsta degi mótsins. Hann spilar með regnbogaborða á derhúfunni eins og sjá má. VÍSIR/GETTY

Kylfingar á PGA-mótinu í Memphis eru margir með regnbogalitaðan borða til að minnast dóttur Camilo Villegas, Miu, sem lést á sunnudag aðeins 22 mánaða gömul.

Mia lést úr krabbameini en æxli höfðu fundist í heila hennar og mænu. Villegas, sem hefur unnið fjögur mót á PGA-mótaröðinni, greindi frá veikindum dóttur sinnar í síðasta mánuði.

Mia gekkst undir aðgerð eftir að æxlin greindust í mars. Eftir þá aðgerð var ljóst að hún þyrfti frekari meðferð en hún lést á sjúkrahúsi í Miami á sunnudag.

Til að minnast Miu og sýna föður hennar stuðning eru kylfingar með regnbogalitaða borða á FedEx St. Jude sem hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudag, en regnbogar voru í miklu uppáhaldi hjá henni.

Rory McIlroy heiðraði minningu Míu litlu eins og fleiri.VÍSIR/GETTY


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.