Myndband: 1000 hestafla Raf-Hummer væntanlegur eftir ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júlí 2020 07:00 Ramminn fyrir raf-Hummer, í pallbílaútgáfu. General Motors Corporation hefur undanfarið unnið að Hummer EV bifreið sem er ætlað að verða alvöru raf-jeppi. Nú er komið úr myndband þar sem sjá má útlit bílsins og helstu tölur. Um er að ræða fjögurra dyra pallbíl eða fimm dyra jeppa. Samkvæmt myndbandi sem sjá má hér að neðan og upplýsingum frá GMC. Hummer EV á til að mynda að skila 1000 hestöflum, toga 15592 nm. Hann á að komast frá kyrrstöðu og upp í 100 km/klst. á um 3 sekúndum. Allt þetta eru útreikningar og ætlanir GMC. Þá verður bíllinn sýndur í haust og hægt verður að forpanta bíla frá og með haustinu. Hann mun þó ekki fara í framleiðslu fyrr en haustið 2021. Um svipað leyti og Tesla Cybertruck. Það gæti orðið talsverð keppni að komast fyrst á markað. Leir módel af bílnum. Ultium rafhlaða verður um borð sem getur stutt afköst upp á 50-200 kWh. Ofurhraðhleðsla verður í boði, en Hummer EV á að geta hlaðið á allt að 350 kW. Innra rýmið ætti ekki að svíkja tækniþyrsta, GMC lofar stórum skjá fyrir upplýsinga og afþreyingarkerfi. Þá verður hægt að fjarlægja hluta af toppnum sem myndu gera bílinn topplausan. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent
General Motors Corporation hefur undanfarið unnið að Hummer EV bifreið sem er ætlað að verða alvöru raf-jeppi. Nú er komið úr myndband þar sem sjá má útlit bílsins og helstu tölur. Um er að ræða fjögurra dyra pallbíl eða fimm dyra jeppa. Samkvæmt myndbandi sem sjá má hér að neðan og upplýsingum frá GMC. Hummer EV á til að mynda að skila 1000 hestöflum, toga 15592 nm. Hann á að komast frá kyrrstöðu og upp í 100 km/klst. á um 3 sekúndum. Allt þetta eru útreikningar og ætlanir GMC. Þá verður bíllinn sýndur í haust og hægt verður að forpanta bíla frá og með haustinu. Hann mun þó ekki fara í framleiðslu fyrr en haustið 2021. Um svipað leyti og Tesla Cybertruck. Það gæti orðið talsverð keppni að komast fyrst á markað. Leir módel af bílnum. Ultium rafhlaða verður um borð sem getur stutt afköst upp á 50-200 kWh. Ofurhraðhleðsla verður í boði, en Hummer EV á að geta hlaðið á allt að 350 kW. Innra rýmið ætti ekki að svíkja tækniþyrsta, GMC lofar stórum skjá fyrir upplýsinga og afþreyingarkerfi. Þá verður hægt að fjarlægja hluta af toppnum sem myndu gera bílinn topplausan.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent