Samningsvilji og stuðningur Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:25 Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Landsvirkjun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptasamband Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík hefur staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur margoft verið tekist á við samningaborðið, en ávallt náðst niðurstaða sem báðir aðilar hafa verið sáttir við. Breytingar hafa verið gríðarmiklar á þessum árum, á síðustu tveimur áratugum hafa álmarkaðir t.d. gjörbreyst. Kínverjar hafa aukið hlutdeild sína úr 10% í 60% og samkeppnin á þeim markaði harðnað að sama skapi. Síðustu mánuðir hafa þó reynst erfiðastir allra, enda hafa álmarkaðir hrunið í kjölfar Covid-faraldursins. Þess vegna bauð Landsvirkjun stórnotendum sínum, þar á meðal álverinu í Straumsvík, tímabundinn afslátt af raforkuverði. Við sjáum sameiginlega hagsmuni í að styðja við mikilvæga viðskiptavini okkar á þessum erfiðu tímum. Álverið í Straumsvík er nú í eigu alþjóðlega stórfyrirtækisins Rio Tinto. Í gær tilkynnti fyrirtækið að það hefði kært Landsvirkjun til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Þar vísar Rio Tinto til markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar á íslenskum orkumarkaði og segist ekki geta haldið áfram álframleiðslu hér sé verðlagning orkunnar ekki gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf. Þjóðin fái arð af auðlindinni Engum blöðum er um það að fletta að Landsvirkjun er markaðsráðandi fyrirtæki, enda er það langstærsta orkufyrirtæki landsins. Hlutverk fyrirtækisins er að nýta auðlindir þjóðarinnar á sem hagkvæmastan hátt. Í því felst að sjálfsögðu að við höfum þá skyldu að skila þjóðinni arði af auðlindum sínum. Við gerum vissulega allt sem í valdi okkar stendur til að koma til móts við mikilvæga viðskiptavini, en við getum ekki látið íslensku þjóðina niðurgreiða framleiðslukostnað alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð, sem á að vera varasjóður verði Ísland fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, er reiknað með að stærsta framlag í sjóðinn komi frá Landsvirkjun. Þaðan á fé að renna t.d. til uppbyggingar hjúkrunarrýma og uppbyggingar nýsköpunar atvinnuveganna. Þjóðin öll á að hagnast á mikilli fjárfestingu sinni í raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuverðið þarf að vera samkeppnisfært til langs tíma, óháð skammtímasveiflum. Þær sveiflur geta verið mjög krappar, eins og nýjustu dæmi sanna. Í slíkum tilvikum er sjálfsagt að sýna samningsvilja og stuðning og það hefur Landsvirkjun gert. Landsvirkjun tekur heils hugar undir kröfu Rio Tinto um aukið gagnsæi í verðlagningu orkunnar. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Landsvirkjun óskaði formlega eftir því við Rio Tinto að leynd yrði létt af raforkusamningi fyrirtækjanna, svo hægt væri að fjalla opinskátt um ýmis atriði hans. Rio Tinto hefur ekki enn fallist á að aflétta þeirri leynd. Vonandi hefur fyrirtækið nú breytt afstöðu sinni til þeirrar óskar, enda vandséð hvernig hægt er að fjalla efnislega um kæru fyrirtækisins, eigi leyndin áfram að ríkja. Nú sem fyrr er Landsvirkjun reiðubúin að mæta viðskiptavinum sínum við samningaborðið, með fullan skilning á þröngri stöðu þeirra við fordæmalausar aðstæður á markaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar