Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 15:15 Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér hefur verið hugsað til þess síðustu mánuði hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ég hef sjaldan upplifað mig eins örugga og á tímum Covid þar sem heilbrigðiskerfið brást við aðstæðum af skipulagi og aga. Allir lögðust á eitt til þess að láta hlutina ganga upp. Sá tími endurspeglaði hvers við erum megnug og hversu rík við erum af öflugu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar og góðir stjórnendur þar innanborðs sem eru útsjónarsamir til að leysa erfið verkefni. Nú stöndum við frammi fyrir einu öðru sumrinu þar sem deildum Landspítalans er lokað, bið er eftir aðgerðum og fólk bíður enn lengur eftir svörum en ella. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Ég geri mér grein fyrir því að verkefnið er ærið og flókið þar sem vöntun er á starfsfólki á spítalanum almennt, hvað þá yfir sumartímann þegar starfsfólk spítalans fer í sumarfrí. Engu að síður ætti það að vera forgangsmál hjá stjórnendum spítalans að hann sé vel mannaður allan ársins hring, vetur sem sumar, og þannig um hnútana búið að heilbrigðisþjónusta sem fólk þarf að sækja sé alltaf tryggð. Reyndin er ekki sú og er til dæmis sárt að hugsa til þess að konur sem finna fyrir einkennum í brjóstum í júlímánuði geti ekki leitað til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans vegna sumarleyfa. Brjóstamiðstöðin sér um sérskoðun brjósta þegar grunur leikur á að konur séu með brjóstakrabbamein en þar er sumarfrí í þrjár vikur og engar ráðstafanir gerðar vegna sumarleyfa. Sú bið getur reynst konum ansi löng en Krabbameinsfélagið vakti athygli á vordögum á grafalvarlegri stöðu mála þ.e. að konur þyrftu að bíða allt að 35 daga til að komast í sérskoðun sem ættu að vera fimm dagar samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Bið sem þessi getur verið óbærileg. Margar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein segja að bið á greiningartímabili sé eitt það erfiðasta við allt ferlið. Það á ekki að líðast að láta fólk bíða eftir greiningu að óþörfu. Miklu máli skiptir að fólk sé vel upplýst og viti hvert það getur leitað yfir sumartímann þegar opnunartímar breytast vegna sumarleyfa. Það var þess vegna sem við í Krafti tókum saman opnunartíma þjónustuaðila sem sinna greiningum, krabbameinsgreindum og aðstandendum yfir sumartímann til að fólk viti hvert hægt sé að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Við erum að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er. Það er ljóst að stjórnendur og starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru á heimsmælikvarða og geta leyst þau verkefni sem þau ætla sér. Því skorum við á heilbrigðisyfirvöld og útsjónarsama stjórnendur Landspítalans til að leysa mönnunarvanda spítalans hið fyrsta, svo ekki komi til þess að loka þurfi deildum og deildir séu undirmannaðar yfir sumartímann. Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun