Fannst erfiðast að geta ekki hitt móður sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 18:00 LeBron James er mömmustrákur mikill, enda ekkert að því. Harry How/Getty Images Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Sjá meira
Líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar fór LeBron James – leikmaður Los Angeles Lakers og einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarinn áratug eða svo – í sóttkví þegar deildinni var frestað þann 11. mars vegna kórónufaraldursins. James býr í Los Angeles þar sem hann leikur með Lakers eins og alþjóð veit. Þar var hann í sóttkví ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. LeBron er upprunalega frá Akron í Ohio-fylki og þar býr móðir hans enn. Hann fór því þrjá mánuði án þess að hitta móður sína, Gloriu, sem telst töluverður tími hjá manni sem kalla má mömmustrák, á jákvæðum nótum. „Það eina sem ég saknaði virkilega á meðan ég var í sóttkví var móðir mín. Þetta er það lengsta sem ég hef farið án þess að hitta móður mína,“ sagði LeBron í viðtali á mánudag. Sports Illustrated. LeBron hefur áður gefið út að móðir hans sé í raun fyrirmynd hans í lífinu en hann ólst ekki upp í vellystingum. Þá þurftu þau að flytja tólf sinnum á aðeins þremur árum þegar LeBron var fimm til átta ára. Móðir hans var aðeins sextán ára gömul þegar hún eignaðist LeBron og er hann einkabarn. Tenging þeirra er því mjög sterk. LeBron hefur einnig sagt að Gloria sé ástæðan fyrir því að hann stofnaði I Promise-skólann. Án móður sinnar hefði honum aldrei dottið í hug að opna skólann og gefa þannig börnum sem minna mega sín tækifæri sem þau myndu annars ekki fá. Sjá einnig: LeBron vonast til að fólk muni eftir sér sem meira en körfuboltamanni Plants grow when they re watered. That s what people do when they feel loved. This is how you inspire and empower students. @MichelleObama @KingJames #IPROMISE #MondayMotivation pic.twitter.com/5S15eUcweG— I PROMISE School (@IPROMISESchool) April 27, 2020 LeBron verður á sínum stað þegar Los Angeles Lakers hefur leik að nýju í Disney World þegar NBA-deildin fer aftur af stað. Spá því flestir að hann muni leiða liði allavega í úrslitaleik Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00 Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Sjá meira
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. 12. júlí 2020 10:00
Keypti körfuboltaspjald með LeBron á 250 milljónir Safnari greiddi 250 milljónir íslenskra króna fyrir sjaldgæft körfuboltaspjald með LeBron James frá fyrsta tímabili hans í NBA-deildinni. 20. júlí 2020 14:28