Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 09:40 Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Skjáskot Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum og hefur kynningarmyndband fyrir herferðina verið spilað 1,3 milljón sinnum á YouTube síðan það birtist á miðvikudag. Í samantekt Íslandsstofu um herferðina er áætlað að umfjöllun erlendu miðlanna muni skila sér vel inn á erlendan markað og að dreifing þeirra miðla sem hafa nú þegar fjallað um herferðina nái til 590 milljón áhorfenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðal þeirra sem hafa fjallað um herferðina eru þátturinn Today Show í Bandaríkjunum sem nýtur mikilla vinsælda, en um 2,1 milljón Bandaríkjamanna horfa á þáttinn að jafnaði. Þá hefur verið fjallað um verkefnið í fréttum Sky News, í útvarpsfréttum og tveimur þáttum BBC sem og í vinsælum sjónvarpsþætti á MSNBC. Ferðamiðlar á borð við Lonely Planet og Condé Nest Traveler eru einnig nefndir á nafn í samantektinni en Telegraph birti einnig myndband um verkefnið. Alls hafa um 11 þúsund öskur verið tekin upp, en aðgerðin mun standa yfir í tvær vikur áður en hátalarnir verða teknir niður. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógafoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Verkefnið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Ferðamennska á Íslandi Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 „Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum og hefur kynningarmyndband fyrir herferðina verið spilað 1,3 milljón sinnum á YouTube síðan það birtist á miðvikudag. Í samantekt Íslandsstofu um herferðina er áætlað að umfjöllun erlendu miðlanna muni skila sér vel inn á erlendan markað og að dreifing þeirra miðla sem hafa nú þegar fjallað um herferðina nái til 590 milljón áhorfenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðal þeirra sem hafa fjallað um herferðina eru þátturinn Today Show í Bandaríkjunum sem nýtur mikilla vinsælda, en um 2,1 milljón Bandaríkjamanna horfa á þáttinn að jafnaði. Þá hefur verið fjallað um verkefnið í fréttum Sky News, í útvarpsfréttum og tveimur þáttum BBC sem og í vinsælum sjónvarpsþætti á MSNBC. Ferðamiðlar á borð við Lonely Planet og Condé Nest Traveler eru einnig nefndir á nafn í samantektinni en Telegraph birti einnig myndband um verkefnið. Alls hafa um 11 þúsund öskur verið tekin upp, en aðgerðin mun standa yfir í tvær vikur áður en hátalarnir verða teknir niður. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógafoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Verkefnið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum.
Ferðamennska á Íslandi Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 „Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48
„Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14