Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 09:40 Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Skjáskot Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum og hefur kynningarmyndband fyrir herferðina verið spilað 1,3 milljón sinnum á YouTube síðan það birtist á miðvikudag. Í samantekt Íslandsstofu um herferðina er áætlað að umfjöllun erlendu miðlanna muni skila sér vel inn á erlendan markað og að dreifing þeirra miðla sem hafa nú þegar fjallað um herferðina nái til 590 milljón áhorfenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðal þeirra sem hafa fjallað um herferðina eru þátturinn Today Show í Bandaríkjunum sem nýtur mikilla vinsælda, en um 2,1 milljón Bandaríkjamanna horfa á þáttinn að jafnaði. Þá hefur verið fjallað um verkefnið í fréttum Sky News, í útvarpsfréttum og tveimur þáttum BBC sem og í vinsælum sjónvarpsþætti á MSNBC. Ferðamiðlar á borð við Lonely Planet og Condé Nest Traveler eru einnig nefndir á nafn í samantektinni en Telegraph birti einnig myndband um verkefnið. Alls hafa um 11 þúsund öskur verið tekin upp, en aðgerðin mun standa yfir í tvær vikur áður en hátalarnir verða teknir niður. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógafoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Verkefnið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Ferðamennska á Íslandi Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 „Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum og hefur kynningarmyndband fyrir herferðina verið spilað 1,3 milljón sinnum á YouTube síðan það birtist á miðvikudag. Í samantekt Íslandsstofu um herferðina er áætlað að umfjöllun erlendu miðlanna muni skila sér vel inn á erlendan markað og að dreifing þeirra miðla sem hafa nú þegar fjallað um herferðina nái til 590 milljón áhorfenda á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Á meðal þeirra sem hafa fjallað um herferðina eru þátturinn Today Show í Bandaríkjunum sem nýtur mikilla vinsælda, en um 2,1 milljón Bandaríkjamanna horfa á þáttinn að jafnaði. Þá hefur verið fjallað um verkefnið í fréttum Sky News, í útvarpsfréttum og tveimur þáttum BBC sem og í vinsælum sjónvarpsþætti á MSNBC. Ferðamiðlar á borð við Lonely Planet og Condé Nest Traveler eru einnig nefndir á nafn í samantektinni en Telegraph birti einnig myndband um verkefnið. Alls hafa um 11 þúsund öskur verið tekin upp, en aðgerðin mun standa yfir í tvær vikur áður en hátalarnir verða teknir niður. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógafoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Verkefnið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum.
Ferðamennska á Íslandi Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 „Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48
„Það er eitthvað plebbalegt við þetta“ Egill Helgason telur öskurátak Íslandsstofu alveg úr vegi. 15. júlí 2020 14:19
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14