Getum við Íslendingar haft jákvæð áhrif á áfangastaðinn til framtíðar? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2020 12:30 Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun