Jón Axel í þýska körfuboltann: Martin Hermannsson sagði honum góða hluti af félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 12:40 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum. Getty/Lance King Íslenski landsliðsbakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur gert eins árs samning við þýska körfuboltafélagið Fraport Skyliners og spilar því í deildinni sem Martin Hermannsson hjálpaði Alba Berlín að vinna í ár. „Mér líður vel með þessa ákvörðun og hlakka til að spila hérna,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við heimasíðu þýska liðsins. Jón Axel var að klára háskólaferilinn með Davidson þar sem hann spilaði sig inn í sögubækur skólans. Nú er hins vegar komið að fyrstu skrefunum á atvinnumannaferlinum. +++ BREAKING NEWS +++ NEUVERPFLICHTUNG Alle Infos https://t.co/xzZV3L3O00 pic.twitter.com/JDiehtgEIP— FRAPORT SKYLINERS (@skyliners1999) July 15, 2020 „Góður vinur minn Martin Hermannsson spilaði með Berlín undanfarin tvö ár og hann sagði mér góða hluti af þessu félagi og hvernig andrúmsloftið væri á heimaleikjunum,“ sagði Jón Axel. „Ég fæddist í Þýskalandi og eyddi hér fyrstu þremur árum ævi minnar. Það er því gott að koma hingað aftur og fá að kynnast landinu aftur sem fullorðinn maður,“ sagði Jón Axel. „Ég er mjög ánægður með að Jón Axel komi til okkar. Ég þekki hann frá Evrópukeppnum yngri landsliða og átti mjög gott samtal við hann. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður og getur spilað allar þrjár bakvarðarstöðurnar fyrir okkur,“ sagði Sebastian Gleim, þjálfari Fraport Skyliners. „Jón er ekki hinn dæmigerði nýliði. Hann þekkir vel til evrópska boltans og hefur spilað fyrir Ísland í síðustu landsleikjaglugga. Við ætlum að hjálpa honum að koma sér inn í þýsku bundesliguna,“ sagði Gleim. watch on YouTube Þýski körfuboltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur gert eins árs samning við þýska körfuboltafélagið Fraport Skyliners og spilar því í deildinni sem Martin Hermannsson hjálpaði Alba Berlín að vinna í ár. „Mér líður vel með þessa ákvörðun og hlakka til að spila hérna,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við heimasíðu þýska liðsins. Jón Axel var að klára háskólaferilinn með Davidson þar sem hann spilaði sig inn í sögubækur skólans. Nú er hins vegar komið að fyrstu skrefunum á atvinnumannaferlinum. +++ BREAKING NEWS +++ NEUVERPFLICHTUNG Alle Infos https://t.co/xzZV3L3O00 pic.twitter.com/JDiehtgEIP— FRAPORT SKYLINERS (@skyliners1999) July 15, 2020 „Góður vinur minn Martin Hermannsson spilaði með Berlín undanfarin tvö ár og hann sagði mér góða hluti af þessu félagi og hvernig andrúmsloftið væri á heimaleikjunum,“ sagði Jón Axel. „Ég fæddist í Þýskalandi og eyddi hér fyrstu þremur árum ævi minnar. Það er því gott að koma hingað aftur og fá að kynnast landinu aftur sem fullorðinn maður,“ sagði Jón Axel. „Ég er mjög ánægður með að Jón Axel komi til okkar. Ég þekki hann frá Evrópukeppnum yngri landsliða og átti mjög gott samtal við hann. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður og getur spilað allar þrjár bakvarðarstöðurnar fyrir okkur,“ sagði Sebastian Gleim, þjálfari Fraport Skyliners. „Jón er ekki hinn dæmigerði nýliði. Hann þekkir vel til evrópska boltans og hefur spilað fyrir Ísland í síðustu landsleikjaglugga. Við ætlum að hjálpa honum að koma sér inn í þýsku bundesliguna,“ sagði Gleim. watch on YouTube
Þýski körfuboltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira