Körfubolti

Westbrook greindist með veiruna við komuna til Orlando

Anton Ingi Leifsson skrifar
Westbrook í leik fyrr í vetur.
Westbrook í leik fyrr í vetur. vísir/getty

Russell Westbrook, leikmaður Houston Rockets, er með kórónuveiruna en þetta kom í ljós við komuna til Orlando.

NBA-liðin flykkjast nú til Orlando þar sem NBA-deildin mun klárast í Disney-landi en allir leikmenn voru prufaðir við komuna.

Westbrook greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi greinst við komuna til Orlando og því sé hann kominn í sóttkví núna.

Hann segist þó ætla að snúa til baka í búðirnar er hann sé ekki lengur með veiruna og þakkaði hann fyrir stuðninginn. Hann er átjándi NBA-leikmaðurinn sem greinist með veiruna.

Westbrook var stigakóngur deildarinnar tímabilin 2014/15 og 2016/17 en einnig var hann kosinn mikilvægasti leikmaðurinn tímabilið 2016/17 þegar hann spilaði fyrir Oklahoma City Thunder.

NBA stefnir á að byrja aftur að spila 30. júlí en deildin hefur verir í kórónuveiruhléi frá því 11. mars.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.