Bílar

Nissan Ariya rafbíllinn kynntur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nissan Ariya hugmyndabíllinn.
Nissan Ariya hugmyndabíllinn.

Nissan Ariya er rafjepplingur frá Nissan hann verður kynntur formlega á miðvikudag. Myndbönd af bílnum eru komin á Youtube-rás Nissan.

Fyrr á þessu ári voru teikningar úr einkaleyfisumsókn Nissan birtar á netinu, sem sýndu form bílsins sem var aðeins frábrugðið hugmyndabílnum sem var frumsýndur í Tókýó í fyrra.

Ariya mun byggja á Renault-Nissan-Mitsubishi samstarfinu og þeim grunni sem fyrirtækin hafa hannað saman. Grunnurinn býður upp á sveigjanleika þegar kemur að mótor og rafhlöðum.

Ekkert hefur verið gefið upp um aflgjafa en Nissan lýsir bílnum sem aflmiklum 100% rafbíl. Hann er með tveimur mótorum og fjórhjóladrifi. Bíllinn mun vera með annars stigs sjálfstýringu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×