Bílar

Nissan Ariya rafbíllinn kynntur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nissan Ariya hugmyndabíllinn.
Nissan Ariya hugmyndabíllinn.

Nissan Ariya er rafjepplingur frá Nissan hann verður kynntur formlega á miðvikudag. Myndbönd af bílnum eru komin á Youtube-rás Nissan.

Fyrr á þessu ári voru teikningar úr einkaleyfisumsókn Nissan birtar á netinu, sem sýndu form bílsins sem var aðeins frábrugðið hugmyndabílnum sem var frumsýndur í Tókýó í fyrra.

Ariya mun byggja á Renault-Nissan-Mitsubishi samstarfinu og þeim grunni sem fyrirtækin hafa hannað saman. Grunnurinn býður upp á sveigjanleika þegar kemur að mótor og rafhlöðum.

Ekkert hefur verið gefið upp um aflgjafa en Nissan lýsir bílnum sem aflmiklum 100% rafbíl. Hann er með tveimur mótorum og fjórhjóladrifi. Bíllinn mun vera með annars stigs sjálfstýringu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.