Golf

Morikawa leiðir eftir fyrstu tvo hringina

Ísak Hallmundarson skrifar
Morikawa er efstur eftir tvo hringi.
Morikawa er efstur eftir tvo hringi. getty/Gregory Shamus

Collin Morikawa er efstur eftir fyrstu tvo hringina á Workday Charity Open mótinu í golfi, en mótið er hluti af PGA. 

Morikawa lék á 66 höggum í gær, sex höggum undir pari, og er samtals á þrettán höggum undir pari eftir tvo hringi. Kevin Streelman er næstur á eftir honum á tíu höggum undir pari.

Bubba Watson komst ekki í gegnum niðurskurðinn enn eina ferðina, eða þriðja mótið í röð og sömuleiðis náðu bræðurnir Brooks Koepka og Chase Koepka ekki í gegn. Phil Mickelson rétt náði í gegnum niðurskurðinn en hann er á tveimur höggum undir pari.

Þriðji hringur mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf í dag frá kl. 17:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.