Hvar á ég að búa? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 11. júlí 2020 09:00 ,,Rauði krossinn flytur suður” og ,,Fangelsinu á Akureyri verður lokað.'' Þessar tvær fyrirsagnir fóru fyrir brjóstið á mér í vikunni. Margar slíkar fyrirsagnir fara fram hjá þorra landsmanna möglega vegna aðstæðna í samfélaginu og heilsuógnar eða ef til vill vegna þess að um er að ræða ákvarðanir sem eru svo fjarlægar þeim. Hvaða máli skiptir það að fangelsinu á Akureyri lokar? Eða Rauði krossinn færir störfin suður. Er þetta ekki hvort sem er smávægileg breyting eða tilfærsla á störfum? Staðreyndin er þó sú að með ákvörðunum um að loka útibúum glatast störf og með störfunum flyst fólk sem leitar eftir störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Með fólkinu fer dýrmæt þekking úr sveitarfélaginu og jafnvel landshlutanum. Það munar mjög mikið um hvern og einn í litlu samfélagi. Fólkinu fækkar, börnunum í skólanum fækkar, þjónustan minnkar því að það er færra fólk að þjónusta. Minni innkoma verður til sveitarfélagsins og of kostnaðarsamt er að halda úti öllum litlu útibúunum út á landi sem þjónusta á þær fáu ,,hræður’’ sem telja það vera mannréttindi að búa áfram í húsunum sínum og samfélaginu sem það hefur alið manninn. Sækja þarf því þjónustuna suður eða í annað fjarlægara þéttbýli sem fjallvegir liggja stundum á milli með tilheyrandi erfiðleikum og tíma sem fer í að sækja sér grunnþjónustu hvort sem það er opinber þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað. Erfitt getur verið síðan að fá fólk til að flytjast í sveitarfélagið aftur þrátt fyrir viðleitni sveitarfélaga um að hafa samfélagið aðlaðandi og fjölskylduvænt því að atvinnutækifærin eru fábreytt og lítil þjónusta er í nærumhverfinu. Slíkt er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar það leitar að stað til að setjast að á og stofna fjölskyldu. Lokun starfsstöðva Landsbankans í Bolungarvík, fangelsisins á Akureyri, niðurlagning prestakallsins á Raufarhöfn og svo mætti lengi telja hefur því keðjuverkandi áhrif á samfélögin í landinu. Þetta þekkja flestir sem hafa búið eða búa í landsbyggðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Samfélagsumræður varðandi flutning á ríkisstofnunum og störfum frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina einkennast oftar en ekki af því verið sé að flytja fólk með nauðung út á land sem hefur mikil áhrif á þeirra einka- og fjölskyldulíf. Þessi umræða á oft rétt á sér enda þarf að standa vel að slíkum flutningum, en hún virðist þó ekki vera á þann veg þegar störf eru lögð niður út á landi eða flutt suður og fólk þar með neytt til að hörfa annað í leit að atvinnu eða flytjast búferlum því oftar en ekki eru ekki sambærileg störf að finna í sveitarfélaginu eða nærliggjandi sveitarfélögum. Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum. Sem ung manneskja í háskólanámi, alin upp á landsbyggðinni, fæ ég oft spurninguna: ,,ætlar þú að flytja aftur heim í framtíðinni?’’ Svarið er yfirleitt á þá leið: ,,hvað ætti ég að fara gera fyrir vestan, munu verða einhver störf sem hæfa þeirri menntun sem ég hef þá numið og verður einhver þjónusta til staðar í plássinu?’’ Það er því ekki nema von að maður velti því fyrir sér hver og hvar hin raunverulega byggðastefna sé og hver sé ábyrgð stórfyrirtækja, félagasamtaka og ríkisins. Skiptir það máli að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að landið sé allt í byggð, að teknir séu samfélagslegir og ánægjukvarðar íbúa vegna búsetu við útreikninga á hagsæld eða á að byggja allt samfélagið á forsendum excelskjalsins og pennastrika þannig að allir landsmenn flytjist búferlum og búi í póstnúmerum undir 300? Er ekki nær að koma að borðinu með sveitarfélögunum og skoða hvernig megi viðhalda störfunum, fjölga þeim og auka starfsfjölbreytni með samstarfi og gera störfin þannig að þau geti verið án staðsetninga t.d. með skrifstofuhótelum í samstarfi við sveitarfélögin í veröld sem verður æ meira tæknivædd og ætti því að auðvelda okkur sem þjóð að hafa landið allt í byggð. Ég skora á landsmenn alla að gera það að sameiginlegu verkefni að halda landinu öllu í byggð og verja þau fámennu byggðarlög sem eru um landið í samstarfi við íbúa og sveitarfélögin. Það er gott að geta ferðast um hamingjusamt land og blómlegar byggðir. Gleðilegt ferðasumar! Höfundur er Vestfirðingur, laganemi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Sjá meira
,,Rauði krossinn flytur suður” og ,,Fangelsinu á Akureyri verður lokað.'' Þessar tvær fyrirsagnir fóru fyrir brjóstið á mér í vikunni. Margar slíkar fyrirsagnir fara fram hjá þorra landsmanna möglega vegna aðstæðna í samfélaginu og heilsuógnar eða ef til vill vegna þess að um er að ræða ákvarðanir sem eru svo fjarlægar þeim. Hvaða máli skiptir það að fangelsinu á Akureyri lokar? Eða Rauði krossinn færir störfin suður. Er þetta ekki hvort sem er smávægileg breyting eða tilfærsla á störfum? Staðreyndin er þó sú að með ákvörðunum um að loka útibúum glatast störf og með störfunum flyst fólk sem leitar eftir störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Með fólkinu fer dýrmæt þekking úr sveitarfélaginu og jafnvel landshlutanum. Það munar mjög mikið um hvern og einn í litlu samfélagi. Fólkinu fækkar, börnunum í skólanum fækkar, þjónustan minnkar því að það er færra fólk að þjónusta. Minni innkoma verður til sveitarfélagsins og of kostnaðarsamt er að halda úti öllum litlu útibúunum út á landi sem þjónusta á þær fáu ,,hræður’’ sem telja það vera mannréttindi að búa áfram í húsunum sínum og samfélaginu sem það hefur alið manninn. Sækja þarf því þjónustuna suður eða í annað fjarlægara þéttbýli sem fjallvegir liggja stundum á milli með tilheyrandi erfiðleikum og tíma sem fer í að sækja sér grunnþjónustu hvort sem það er opinber þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað. Erfitt getur verið síðan að fá fólk til að flytjast í sveitarfélagið aftur þrátt fyrir viðleitni sveitarfélaga um að hafa samfélagið aðlaðandi og fjölskylduvænt því að atvinnutækifærin eru fábreytt og lítil þjónusta er í nærumhverfinu. Slíkt er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar það leitar að stað til að setjast að á og stofna fjölskyldu. Lokun starfsstöðva Landsbankans í Bolungarvík, fangelsisins á Akureyri, niðurlagning prestakallsins á Raufarhöfn og svo mætti lengi telja hefur því keðjuverkandi áhrif á samfélögin í landinu. Þetta þekkja flestir sem hafa búið eða búa í landsbyggðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Samfélagsumræður varðandi flutning á ríkisstofnunum og störfum frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina einkennast oftar en ekki af því verið sé að flytja fólk með nauðung út á land sem hefur mikil áhrif á þeirra einka- og fjölskyldulíf. Þessi umræða á oft rétt á sér enda þarf að standa vel að slíkum flutningum, en hún virðist þó ekki vera á þann veg þegar störf eru lögð niður út á landi eða flutt suður og fólk þar með neytt til að hörfa annað í leit að atvinnu eða flytjast búferlum því oftar en ekki eru ekki sambærileg störf að finna í sveitarfélaginu eða nærliggjandi sveitarfélögum. Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum. Sem ung manneskja í háskólanámi, alin upp á landsbyggðinni, fæ ég oft spurninguna: ,,ætlar þú að flytja aftur heim í framtíðinni?’’ Svarið er yfirleitt á þá leið: ,,hvað ætti ég að fara gera fyrir vestan, munu verða einhver störf sem hæfa þeirri menntun sem ég hef þá numið og verður einhver þjónusta til staðar í plássinu?’’ Það er því ekki nema von að maður velti því fyrir sér hver og hvar hin raunverulega byggðastefna sé og hver sé ábyrgð stórfyrirtækja, félagasamtaka og ríkisins. Skiptir það máli að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að landið sé allt í byggð, að teknir séu samfélagslegir og ánægjukvarðar íbúa vegna búsetu við útreikninga á hagsæld eða á að byggja allt samfélagið á forsendum excelskjalsins og pennastrika þannig að allir landsmenn flytjist búferlum og búi í póstnúmerum undir 300? Er ekki nær að koma að borðinu með sveitarfélögunum og skoða hvernig megi viðhalda störfunum, fjölga þeim og auka starfsfjölbreytni með samstarfi og gera störfin þannig að þau geti verið án staðsetninga t.d. með skrifstofuhótelum í samstarfi við sveitarfélögin í veröld sem verður æ meira tæknivædd og ætti því að auðvelda okkur sem þjóð að hafa landið allt í byggð. Ég skora á landsmenn alla að gera það að sameiginlegu verkefni að halda landinu öllu í byggð og verja þau fámennu byggðarlög sem eru um landið í samstarfi við íbúa og sveitarfélögin. Það er gott að geta ferðast um hamingjusamt land og blómlegar byggðir. Gleðilegt ferðasumar! Höfundur er Vestfirðingur, laganemi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF).
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun