Körfubolti

Cedrick Bowen semur við Álftanes

Ísak Hallmundarson skrifar
Cedrick Bowen.
Cedrick Bowen. mynd/álftaneskörfubolti

Álftanes hefur samið við bandaríska körfuboltamanninn Cedrick Bowen um að leika með liðinu í 1. deild karla í vetur. Cedrick snýr því aftur til Íslands eftir þriggja ára fjarveru.

Cedrick er 27 ára gamall framherji og varð Íslandsmeistari með KR árið 2017 og á því tímabili var hann með þrettán stig og sjö fráköst að meðaltali í leik. Hann lék síðan með Haukum áður en hann sagði skilið við íslenskan körfubolta og spilaði með nokkrum liðum í Austur-Evrópu.

„Við erum gríðarlega ánægð að fá Cedrick til liðs við okkur. Hann hefur mikinn áhuga á þeirri uppbyggingu sem er í gangi á Álftanesi og vill koma sem öflugur liðsauki í hana,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness.

„Cedrick hafði í raun samband við okkur gegnum félaga sinn og lét vita af áhuga sínum að spila á Íslandi næsta tímabil. Hann er staddur á landinu til að eyða tíma með syni sínum og vill gjarnan vera hér áfram í vetur og styrkja samband þeirra feðga. Samtal okkar við Cedrick breytti í raun áætlunum okkar fyrir tímabilið og við ákváðum að ganga til samninga við hann. Okkur líkar hans saga og hugarfar og viljum gjarnan hjálpa honum að vera hér næsta vetur. Þetta er harðduglegur leikmaður sem getur leyst marga hluti fyrir okkur varnar- og sóknarlega,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Álftaness.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.