Viðskipti erlent

Hátt í 36 þúsund gætu verið send í launa­laust leyfi

Sylvía Hall skrifar
United segir nauðsynlegt að skera niður til þess að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði.
United segir nauðsynlegt að skera niður til þess að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði. Vísir/Getty

36 þúsund starfsmenn flugfélagsins United Airlines gætu verið sendir í launalaust leyfi vegna rekstrarörðugleika félagsins. Afleiðingar kórónuveirufaraldursins hafa verið erfiðar fyrir flugfélög, enda fáir að ferðast þegar ferðabönn eru enn í gildi víða.

Um er að ræða tæplega helming allra starfsmanna en búist er við því að umsvif fyrirtækisins minnki um 75 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur á vef BBC. Því þurfi fyrirtækið að fækka starfsmönnum í samræmi við það.

Engin endanleg ákvörðun hefur þó verið tekin og segir fyrirtækið að ekki sé víst að allir starfsmenn sem fengu tilkynningu um aðgerðirnar verði sendir í leyfi. Það eigi eftir að skýrast betur hversu margir verða sendir í leyfi með tilliti til aðstæðna.

„Okkar aðalmarkmið í þessum erfiðleikum hefur verið að tryggja það að United og störf þess séu til staðar þegar viðskiptavinir eru farnir að fljúga á ný,“ sagði félagið í tilkynningu til starfsmanna.

Samtök flugþjóna vestanhafs hafa lýst fyrirhuguðum aðgerðum sem höggi, en þær séu þó lýsandi fyrir þá stöðu sem flugiðnaðurinn er í um þessar mundir.


Tengdar fréttir

Buffet losar sig við flugfélögin

Fjárfestingafélag Warren Buffets, Berkshire Hathaway, hefur selt öll hlutabréf sín í fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×