Viðskipti erlent

SAS segir upp 40 prósent starfs­fólks

Atli Ísleifsson skrifar
SAS hefur einungis verið að fljúga innan Svíþjóðar og Noregs síðustu vikurnar.
SAS hefur einungis verið að fljúga innan Svíþjóðar og Noregs síðustu vikurnar. Getty

Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Er þetta gert sökum ástandsins í heiminum vegna kórónuveirunnar.

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða 1.900 starfsmenn í fullu starfi í Svíþjóð, 1.700 í Danmörku og um 1.300 í Noregi. Uppsagnirnar nema um 40 prósentum af heildarstarfsmannafjölda fyrirtækisins.

Rickard Gustafson, forstjóri fyrirtækisins, segir að flugfélagið standi frammi fyrir fordæmalausum veruleika sem muni hafa afleiðingar ekki bara næstu mánuði, heldur einnig næstu árin.

Flugfélagið hefur fækkað verðum gríðarlega síðustu mánuði og hefur einungis verið að fljúga innan Noregs og Svíþjóðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×