Á vængjum flautunnar Arilíus Jónsson skrifar 9. júlí 2020 08:15 Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun