Golf

Ryder bikarnum frestað um ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurlið Evrópu í Ryder bikarnum 2018.
Sigurlið Evrópu í Ryder bikarnum 2018. getty/David Cannon

Ryder bikarnum í golfi hefur verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Keppnin, þar sem lið Bandaríkjanna mætir liði Evrópu, átti að fara fram í Wisconsin 25.-27. september á þessu ári. Hún hefur nú verið færð til 24.-26. september á næsta ári.

Engir áhorfendur hafa verið á golfmótum frá því keppni hófst á ný fyrir nokkrum vikum en ekki þótti fýsilegt að halda Ryder bikarinn án áhorfenda. Padraig Harrington, fyrirliði evrópska liðsis, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fresta keppni.

„Þegar þú hugsar um Ryder bikarinn hugsarðu um hið einstaka andrúmsloft sem áhorfendurnir skapa,“ sagði Harrington.

„Ef það var ekki hægt að halda þetta með áhorfendum og með öruggum hætti í september var rétt að færa keppnina fram um ár.“

Lið Evrópu vann Ryder bikarinn fyrir tveimur árum og hefur unnið hann í fjögur af síðustu fimm skiptum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.