Handbolti

Ísland með Grikklandi, Litháen og N-Makedóníu í riðli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, er líklega á leiðinni til Grikklands með íslenska liðið.
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, er líklega á leiðinni til Grikklands með íslenska liðið. Vísir/Bára

Í dag var dregið í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum handknattleikssambands Evrópu í Vín í Austurríki. 

Ísland var í 2. styrkleikaflokki af fjórum fyrir dráttinn og dróst með Grikklandi, Litháen og Norður-Makedóníu í riðli.

Forkeppnin verður spiluð á einni helgi og koma tvær dagsetningar til greina. Annars vegar 27. til 29. nóvember eða 4. til 6. desember. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli í umspil. Aðeins tveir riðlar af fimm eru með fjögur lönd, hinir þrír eru aðeins með þrjú.

Heimsmeistaramótið sjálft fer svo fram á Spáni í desember á næsta ári, 2021.

Riðlana má sjá hér að neðan.

Riðill 1

Lúxemborg

Ísrael 

Slóvakía

ÚkraínaRiðill 2 

Grikkland

Litháen

Ísland

Norður-MakedóníaRiðill 3

Finnland

Portúgal

TyrklandRiðill 4

Austurríki

Kósovó

ÍtalíaRiðill 5

Belgía

Færeyjar

Sviss

Hver riðill fyrir sig verður leikinn í einu landi en bæði Grikkland og Norður-Makedónía eru á undan Ísland í goggunarröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.