Ræður fólkið eða flokkurinn? Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 7. júlí 2020 08:00 Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Hafnarfjörður Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun