Af hverju ég vil afglæpavæða vímuefnaneyslu Svafar Helgason skrifar 3. júlí 2020 07:30 Nýlega var fellt frumvarp um að leggja niður refsingar gegn vörslu neysluskammta. Ýmsir angar eru á þessu máli sem ég finn mig knúinn til að fjalla um því mér finnst bæði að fólk þurfi að ræða þetta heiðarlega og út frá sinni persónulegri reynsu til þess að samfélagið fái innsýn í þennan málaflokk. Það fyrsta sem ég vill nefna eru þau skiljanlegu viðhorf um að vilja ekki gefa neitt eftir af ótta við að fíklum og fólki sem eigi um sárt að binda vegna fíknar sinnar myndi fjölga og það sé samfélagsleg ábyrgð og skylda að gera okkar besta til að sporna við þeirri þróun. Þetta er viðhorf sem stafar af velvild og kærleika gagnvart þeim sem gætu leiðst á sársaukafula braut. Þetta viðhorf held ég þó að sé á misskilningi byggt . Nú er best að byrja á byrjunni og segja örlítið frá minni sögu með vímuefni og hvernig mín reynsla hefur mótað mín viðhorf. Ég var kerfisbarn sem var í fóstri hjá starfsmönnum hins opinbera frá 9. Bekk, ég varð snemma sjálfstæður og farinn út á leigumarkaðinn 17 ára með lítið sem ekkert aðhald frá fjölskyldunni. Á þessum tíma kynntist ég dagreykingum á kannabisefnum og reglulegri notkun annarra vímugjafa sem fljótlega fóru að valda mér talsverðum innri erfiðleikum. Að einhverju leyti var ég að flýja þann raunveruleika að vera einsamall með ekkert öryggisnet og litla tilfinningu um væntumþykju eða stuðning í minn garð. Neysla vímuefna var leið fyrir mig að forðast tilfinningar sem ég hafði sem unglingur enga burði til að vinna í gegnum, en varð með tímanum einnig flóttaleið frá öllum erfiðleikum sem svo hlóð upp skömm og sektarkennd og hömluðu mér í að þróa góðar leiðir til að takast á við erfiðleika í daglegu amstri. Í mínu tilfelli hafði lögmæti og refsingar tendar ólöglegum vímuefni engan fælingarmátt. Stærstu áhrifaþættir á mína neyslu voru félagslegar aðstæður mínar. Þegar ég fór svo í kjölfarið í meðferð og þar eftir í tólf spora samtök, var sú skoðun um að lögmæti og refsingar hefði engan og jafnvel neikvæðan fælingarmátt sú sem var allsríkjandi hjá öllum fíklum og alkahólistum sem ég átti samtal við, og þau voru mörg samtölin sem við áttum um eðli fíknar. Þá vaknar spurning um hvort þetta viðhorf spretti ekki upp úr hlutdrægni. Kann að vera að einhverjir hópar fólks hefðu einmitt leiðst útá slæma braut ef refsistefnan væri ekki við lýði? Ef ekki væri fyrir eitt augljóst dæmi um vímugjafa sem er löglegur þá væri erfitt að svara þessu . Áfengi er löglegt efni sem fólk ánetjast en þegar fólk sem hefur ánetjast því talar um fíkn sína og af hverju alkahól spilaði svo stóran sess í neyslu þeirra þá verður lagaleg staða hinna efnanna aldrei ástæða þess að vínið var í fyrsta sæti. Einungis hvaða áhrif vín hafði á fólk og hvernig það auðveldaði þeim að lifa með tilfinningar sem það hafði ekki burði til að eiga við eða lifa með, ef annað efni hefði virkað betur þá væri löghlýðnin fokin út um gluggann, sem reyndar oft varð raunin, jafnvel hjá þeim sem þóttu vænst um vínið. Sumt fólk verður edrú frá einhverjum degi og svo til dauðadags. Annað fólk verður edrú, fellur aftur í neyslu og verður svo aftur edrú og svo koll af kolli þar til annað hvort helst edrúmennskan eða að neyslan tekur yfir eða að neyslan hjaðnar. Ekki eru allir sammála hver flokkast sem fíkill eða alkahólisti en flest fólk sem hefur öðlast reynslu af þessum heimi til lengri tíma hefur fengið að sjá að það er ansi viðamikill upplifunarheimur og mismunandi reynslur á bak við fólk sem hefur átt í erfiðleikum vegna neyslu sinnar á einhversskonar vímugjafa. Ég vil ekki fara að deila hér um flokkanir eða hvaða lausnir fyrir hvern og einn henta enda er ég ekki með forsendur til að fullyrða neitt í þeim málum. Ég vil þó benda á að þó svo að einhver eðlismunur kunni að leynast á milli þess sem nær aldrei að neyta efna aftur að skaðlausu og þess sem telur sig ná að neyta vímuefna með skaðsemi undir ásættanlegum mörkum þá er á einhverjum tímapunkti deildur reynsluheimur. Skömmin er sameiginleg. Óttinn er sameiginlegur og vanlíðanin er sameiginleg. Hjá öllum þeim sem hafa barist við fíkn er þessi uppruni sameiginlegur og fyrir mörg er hann enn daglegur sannleikur. Þau sem þekkja þennan uppruna og hafa, með sjálfsvinnu og hjálpsemi annara, náð að vinna sig úr honum vill ég biðla að muna vel eftir honum. Að muna að það var ekki refsing sem barði ykkur á betri veg. Að það var vonin en ekki vonleysið sem gerði gæfumuninn. Að það er hjálparhöndin sem öllu skiptir. Að þrátt fyrir að þurfa ekki að lifa í daglegri skömm, ótta og vanlíðan; að muna að þrátt fyrir að geta verið dýrmæt reynsla og leitt til þroska að það er ekki uppsöfnun á þessum kvölum sem verða að lausn við þeim. Það hjálpar engum að ýta þeim lengra í örvæntingu. Fleiri áföll og lægri botnar þýða ekki betri batalíkur heldur einungis meiri skaði og sársauki til að vinna úr. Manneskja sem er tilbúin til að mæta þér þar sem þú ert, leggja alla dómhörku á hliðina og veita stuðning er ómetanleg þegar það kemur að því að hjálpa þessum lífum að blómstra. Öll skref sem draga úr samfélagslegri skömm, opna fyrir heiðarleika, sýna fram á sameiginlegan reynsluheim fólks í þjóðfélaginu og gerir okkur auðveldara fyrir að veita hvort öðru stuðning eru ómetanlegur þáttur í því að bæta almennt lísfgæði alkahólista og fíkla eða þeirra sem eru neytendur til skemmri tíma. Afglæpavæðing í Portúgal hefur lækkað dánartíðni af völdum vímuefna verulega, að einhverju leyti hefur kannabisneysla aukist þar en ég á í alvörunni bágt með að trúa að þeim sem eru valdið þeirri sálarangist sem fíkn er hafi aftur á móti fjölgað í því andrúmslofti að fólk geti verið örlítið opnara með lifnaðarhætti sína. Í umhverfi þar sem feluleikurinn er minni er auðveldara að sjá þegar lífsmynstur er að fara úr böndunum og því aðgengilegra að ræða slíkt opinskátt við fjölskyldu og vandamenn. Kannski þýðir það aukið umburðalyndi fyrir minniháttar neyslu en væri það svo slæmt ef það hjálpar fólk að halda henni þar? Þegar bjórinn var bannaður var það þjóðlæg lenska að sturta í sig eins fjótt og hægt var sterkum spíra, drekka fram á rauða nótt á víðavangi en slagsmál og öskur voru eðlilegur bakgrunnur bæja og borgar oft á tíðum. Eftir því sem við fórum að slaka á höftum fórum við í auknum mæli að gera eðlilegri kröfur til hvors annars um ábyrgðarfyllri og tillitsamari hegðun. Jaðarsetningin sem fylgir því viðhorfi að refsa eigi vímuefnaneytendum er ekki að sporna við þeim vanda sem dregur fólk inn í vítahring ofneyslu. Hún beinlínis eykur á útskúfun, einmanaleika, skömm og ótta sem eru einmitt þær tilfinningar sem fólk segir að neyslan sé til að halda í skefjum. Ég hef þurft að horfa upp á allt of margt gott og hlýtt og virðingarvert fólk deyja annað hvort úr ofskömmtun sem er vegna flótta við þessar tilfinningar eða hreinni uppgjöf og sjálfsmorði. Ég vil ekki standa í sömu sporum og þegar ég var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um mig. Ég vil trúa því að fólki sé annt um hvort annað og ætli ekki að leyfa fólki með vímuefnavanda að deyja vitandi að herslumunurinn sem til þarf er virðing og kærleikur og heiðarleiki. Höfundur er verulega þakklátur fyrir það líf sem hann á í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Fíkn Tengdar fréttir Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14 Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Kolbeinn Óttarsson Proppé segist hafa verulegar áhyggjur af pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. 1. júlí 2020 11:47 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega var fellt frumvarp um að leggja niður refsingar gegn vörslu neysluskammta. Ýmsir angar eru á þessu máli sem ég finn mig knúinn til að fjalla um því mér finnst bæði að fólk þurfi að ræða þetta heiðarlega og út frá sinni persónulegri reynsu til þess að samfélagið fái innsýn í þennan málaflokk. Það fyrsta sem ég vill nefna eru þau skiljanlegu viðhorf um að vilja ekki gefa neitt eftir af ótta við að fíklum og fólki sem eigi um sárt að binda vegna fíknar sinnar myndi fjölga og það sé samfélagsleg ábyrgð og skylda að gera okkar besta til að sporna við þeirri þróun. Þetta er viðhorf sem stafar af velvild og kærleika gagnvart þeim sem gætu leiðst á sársaukafula braut. Þetta viðhorf held ég þó að sé á misskilningi byggt . Nú er best að byrja á byrjunni og segja örlítið frá minni sögu með vímuefni og hvernig mín reynsla hefur mótað mín viðhorf. Ég var kerfisbarn sem var í fóstri hjá starfsmönnum hins opinbera frá 9. Bekk, ég varð snemma sjálfstæður og farinn út á leigumarkaðinn 17 ára með lítið sem ekkert aðhald frá fjölskyldunni. Á þessum tíma kynntist ég dagreykingum á kannabisefnum og reglulegri notkun annarra vímugjafa sem fljótlega fóru að valda mér talsverðum innri erfiðleikum. Að einhverju leyti var ég að flýja þann raunveruleika að vera einsamall með ekkert öryggisnet og litla tilfinningu um væntumþykju eða stuðning í minn garð. Neysla vímuefna var leið fyrir mig að forðast tilfinningar sem ég hafði sem unglingur enga burði til að vinna í gegnum, en varð með tímanum einnig flóttaleið frá öllum erfiðleikum sem svo hlóð upp skömm og sektarkennd og hömluðu mér í að þróa góðar leiðir til að takast á við erfiðleika í daglegu amstri. Í mínu tilfelli hafði lögmæti og refsingar tendar ólöglegum vímuefni engan fælingarmátt. Stærstu áhrifaþættir á mína neyslu voru félagslegar aðstæður mínar. Þegar ég fór svo í kjölfarið í meðferð og þar eftir í tólf spora samtök, var sú skoðun um að lögmæti og refsingar hefði engan og jafnvel neikvæðan fælingarmátt sú sem var allsríkjandi hjá öllum fíklum og alkahólistum sem ég átti samtal við, og þau voru mörg samtölin sem við áttum um eðli fíknar. Þá vaknar spurning um hvort þetta viðhorf spretti ekki upp úr hlutdrægni. Kann að vera að einhverjir hópar fólks hefðu einmitt leiðst útá slæma braut ef refsistefnan væri ekki við lýði? Ef ekki væri fyrir eitt augljóst dæmi um vímugjafa sem er löglegur þá væri erfitt að svara þessu . Áfengi er löglegt efni sem fólk ánetjast en þegar fólk sem hefur ánetjast því talar um fíkn sína og af hverju alkahól spilaði svo stóran sess í neyslu þeirra þá verður lagaleg staða hinna efnanna aldrei ástæða þess að vínið var í fyrsta sæti. Einungis hvaða áhrif vín hafði á fólk og hvernig það auðveldaði þeim að lifa með tilfinningar sem það hafði ekki burði til að eiga við eða lifa með, ef annað efni hefði virkað betur þá væri löghlýðnin fokin út um gluggann, sem reyndar oft varð raunin, jafnvel hjá þeim sem þóttu vænst um vínið. Sumt fólk verður edrú frá einhverjum degi og svo til dauðadags. Annað fólk verður edrú, fellur aftur í neyslu og verður svo aftur edrú og svo koll af kolli þar til annað hvort helst edrúmennskan eða að neyslan tekur yfir eða að neyslan hjaðnar. Ekki eru allir sammála hver flokkast sem fíkill eða alkahólisti en flest fólk sem hefur öðlast reynslu af þessum heimi til lengri tíma hefur fengið að sjá að það er ansi viðamikill upplifunarheimur og mismunandi reynslur á bak við fólk sem hefur átt í erfiðleikum vegna neyslu sinnar á einhversskonar vímugjafa. Ég vil ekki fara að deila hér um flokkanir eða hvaða lausnir fyrir hvern og einn henta enda er ég ekki með forsendur til að fullyrða neitt í þeim málum. Ég vil þó benda á að þó svo að einhver eðlismunur kunni að leynast á milli þess sem nær aldrei að neyta efna aftur að skaðlausu og þess sem telur sig ná að neyta vímuefna með skaðsemi undir ásættanlegum mörkum þá er á einhverjum tímapunkti deildur reynsluheimur. Skömmin er sameiginleg. Óttinn er sameiginlegur og vanlíðanin er sameiginleg. Hjá öllum þeim sem hafa barist við fíkn er þessi uppruni sameiginlegur og fyrir mörg er hann enn daglegur sannleikur. Þau sem þekkja þennan uppruna og hafa, með sjálfsvinnu og hjálpsemi annara, náð að vinna sig úr honum vill ég biðla að muna vel eftir honum. Að muna að það var ekki refsing sem barði ykkur á betri veg. Að það var vonin en ekki vonleysið sem gerði gæfumuninn. Að það er hjálparhöndin sem öllu skiptir. Að þrátt fyrir að þurfa ekki að lifa í daglegri skömm, ótta og vanlíðan; að muna að þrátt fyrir að geta verið dýrmæt reynsla og leitt til þroska að það er ekki uppsöfnun á þessum kvölum sem verða að lausn við þeim. Það hjálpar engum að ýta þeim lengra í örvæntingu. Fleiri áföll og lægri botnar þýða ekki betri batalíkur heldur einungis meiri skaði og sársauki til að vinna úr. Manneskja sem er tilbúin til að mæta þér þar sem þú ert, leggja alla dómhörku á hliðina og veita stuðning er ómetanleg þegar það kemur að því að hjálpa þessum lífum að blómstra. Öll skref sem draga úr samfélagslegri skömm, opna fyrir heiðarleika, sýna fram á sameiginlegan reynsluheim fólks í þjóðfélaginu og gerir okkur auðveldara fyrir að veita hvort öðru stuðning eru ómetanlegur þáttur í því að bæta almennt lísfgæði alkahólista og fíkla eða þeirra sem eru neytendur til skemmri tíma. Afglæpavæðing í Portúgal hefur lækkað dánartíðni af völdum vímuefna verulega, að einhverju leyti hefur kannabisneysla aukist þar en ég á í alvörunni bágt með að trúa að þeim sem eru valdið þeirri sálarangist sem fíkn er hafi aftur á móti fjölgað í því andrúmslofti að fólk geti verið örlítið opnara með lifnaðarhætti sína. Í umhverfi þar sem feluleikurinn er minni er auðveldara að sjá þegar lífsmynstur er að fara úr böndunum og því aðgengilegra að ræða slíkt opinskátt við fjölskyldu og vandamenn. Kannski þýðir það aukið umburðalyndi fyrir minniháttar neyslu en væri það svo slæmt ef það hjálpar fólk að halda henni þar? Þegar bjórinn var bannaður var það þjóðlæg lenska að sturta í sig eins fjótt og hægt var sterkum spíra, drekka fram á rauða nótt á víðavangi en slagsmál og öskur voru eðlilegur bakgrunnur bæja og borgar oft á tíðum. Eftir því sem við fórum að slaka á höftum fórum við í auknum mæli að gera eðlilegri kröfur til hvors annars um ábyrgðarfyllri og tillitsamari hegðun. Jaðarsetningin sem fylgir því viðhorfi að refsa eigi vímuefnaneytendum er ekki að sporna við þeim vanda sem dregur fólk inn í vítahring ofneyslu. Hún beinlínis eykur á útskúfun, einmanaleika, skömm og ótta sem eru einmitt þær tilfinningar sem fólk segir að neyslan sé til að halda í skefjum. Ég hef þurft að horfa upp á allt of margt gott og hlýtt og virðingarvert fólk deyja annað hvort úr ofskömmtun sem er vegna flótta við þessar tilfinningar eða hreinni uppgjöf og sjálfsmorði. Ég vil ekki standa í sömu sporum og þegar ég var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um mig. Ég vil trúa því að fólki sé annt um hvort annað og ætli ekki að leyfa fólki með vímuefnavanda að deyja vitandi að herslumunurinn sem til þarf er virðing og kærleikur og heiðarleiki. Höfundur er verulega þakklátur fyrir það líf sem hann á í dag.
Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Dómsmálaráðherra segir frumvörp ekki ályktun félagasamtaka. 2. júlí 2020 13:14
Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Kolbeinn Óttarsson Proppé segist hafa verulegar áhyggjur af pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. 1. júlí 2020 11:47
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun