Viðskipti innlent

Bein útsending: Fjármálastöðugleiki kynntur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Myndin sýnir fjármálastöðugleikanefnd.
Myndin sýnir fjármálastöðugleikanefnd. seðlabanki íslands

Seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri og framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans ræða innihald ritsins Fjármálastöðugleiki á fundi í Seðlabankanum í dag. Fundurinn hefst klukkan 10 og má nálgast vefútsendingu bankans hér að neðan.

Auk þess að kynna efni ritsins verður yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar jafnframt til umfjöllunar á fundinum. Yfirlýsingin var gefin út í morgun og má lesa í heild hér að neðan.

Þar kemur meðal annars fram að áfram sé gert ráð fyrir 8 prósent samdrætti á landsframleiðslu. Fjármálastöðugleikanefndin hvetur jafnframt til þess að endurskipulagning útlána verði hraðað, auk þess sem hún áréttar að greiðsluhlé muni ekki eitt og sér bjarga verst stöddu lántakendunum.

Vefútsendingu Seðlabankans má sjá hér að neðan og fyrrnefnda yfirlýsingu undir útsendingunni.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 1. júlí 2020

Miðað við nýjustu hagvaxtarspár er gert ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár. Aðgerðir Seðlabanka Íslands og stjórnvalda vegna COVID-19-farsóttarinnar hafa aukið svigrúm fjármálafyrirtækja til að styðja við heimili og fyrirtæki á þessum krefjandi tímum.

Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Þó að óvissa ríki um raunvirði útlánasafns fjármálafyrirtækja við núverandi aðstæður bendir sviðsmyndagreining Seðlabankans til þess að eiginfjárstaða þeirra standist álagið vel. Mikilvægt er að hraða endurskipulagningu útlána eins og kostur er. Greiðsluhlé ein og sér munu þó ekki leysa vanda þeirra lántakenda sem verst eru staddir.

Fjármálastöðugleikanefnd skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki. Í samræmi við yfirlýsingu nefndarinnar frá 18. mars sl. hefur nefndin ákveðið að halda aukanum óbreyttum næstu 9 mánuði.

Hætta er á að slakara aðhald stjórntækja Seðlabankans geti hækkað eignaverð og aukið líkur á að kerfisáhætta myndist í efnahagslífinu í heild eða í afmörkuðum geirum. Nefndin ítrekar að hún er reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika í kjölfar COVID-19-faraldursins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.