Viðskipti innlent

Ólöf fyrsti menningar­full­trúi Garða­bæjar

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Breiðfjörð við burstabæinn Krók.
Ólöf Breiðfjörð við burstabæinn Krók. Garðabær

Ólöf Breiðfjörð hefur hafið störf sem menningarfulltrúi Garðabæjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ. Þar segir að staðan sé ný af nálinni og ætlað að efla starfssemi Hönnunarsafns Íslands, Bókasafns Garðabæjar, minjagarðsins Hofs, burstabæjarins Króks og aðra starfssemi á sviði menningar í bænum.

„Undanfarin fjögur ár hefur Ólöf starfað sem viðburðastjóri Menningarhúsanna í Kópavogi þar sem hún byggði upp menningarstarf í bænum með sérstaka áherslu á börn og fjölskyldur en Elísabet Indra Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í stað Ólafar.

Ólöf var kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins um nokkurra ára skeið en hún er þjóð- og safnafræðingur að mennt,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×