Viðskipti innlent

Ólöf fyrsti menningar­full­trúi Garða­bæjar

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Breiðfjörð við burstabæinn Krók.
Ólöf Breiðfjörð við burstabæinn Krók. Garðabær

Ólöf Breiðfjörð hefur hafið störf sem menningarfulltrúi Garðabæjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ. Þar segir að staðan sé ný af nálinni og ætlað að efla starfssemi Hönnunarsafns Íslands, Bókasafns Garðabæjar, minjagarðsins Hofs, burstabæjarins Króks og aðra starfssemi á sviði menningar í bænum.

„Undanfarin fjögur ár hefur Ólöf starfað sem viðburðastjóri Menningarhúsanna í Kópavogi þar sem hún byggði upp menningarstarf í bænum með sérstaka áherslu á börn og fjölskyldur en Elísabet Indra Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í stað Ólafar.

Ólöf var kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins um nokkurra ára skeið en hún er þjóð- og safnafræðingur að mennt,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
0
2
7.207

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,35
26
221.994
ICEAIR
-3,51
22
21.706
ORIGO
-1,88
8
29.947
TM
-1,43
1
1.995
FESTI
-1,06
2
4.005
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.