Tumi vill vinna titla með vinum sínum í Val - „Gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:30 Tumi Steinn Rúnarsson hefur leikið mikilvægt hlutverk hjá Aftureldingu síðustu tvö ár. VÍSIR/BÁRA „Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
„Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira