Sérhagsmunir – nei takk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. júní 2020 15:15 Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér er því enn mikilvægara að hafa virkt eftirlit með samkeppni en í stærri löndum. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Óli Björn Kárason skrifaði grein í Morgunblaðið 24. júní þar sem hann mælir með breytingunum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi viljað veikja Samkeppniseftirlitið, eða eins og Óli Björn orðar það sjálfur í greininni: „Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum.“ Ýmis vafasöm atriði er þarna að finna jafnvel þó að breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar dragi lítillega úr skaðanum. Verði frumvapið að lögum mun það auðvelda samruna stórra fyrirtækja, þ.e.a.s. veltumörk tilkynningaskyldra samruna eiga að hækka verulega þannig að stórir samrunar verða ekki tilkynningaskyldir. Einnig er fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt svo dæmi séu tekin um breytingarnar. Efnahagur eftir COVID-19 Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það sé samið m.a. til að taka tillit til þess að miklar breytingar hafa orðið í íslensku efnahagslífi frá því samkeppnislögum var síðast breytt, árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir COVID-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að sporna gegn blokkamyndun í viðskiptalífinu. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir COVID-19. Það er því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismörkuðum. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að búa til einokunarfyrirtæki á mörkuðum. Slíkt gengur gegn hag almennings. Sterkara Samkeppniseftirlit Árið 2011 stóðum við í Samfylkingunni og Vg, sem þá vorum í ríkisstjórn, að styrkingu samkeppnislaga og til að skapa virka samkeppni. Þar lá til grundvallar skýr vilji til að gæta almannahagsmuna. Sjónarmiðið var einkum það að keppi fyrirtæki á markaði um viðskiptavini batna kjör almennings og atvinnulífið verður þróttmeira. Þannig skapast tekjur og skattar, sem síðan auðveldar að reka betra velferðarkerfi. Virk samkeppni er á hinn bóginn ekki sjálfgefin og stór fyrirtæki á hinum litla íslenska markaði hafa mikla hagsmuni af því að draga úr henni og þá ekki síst að draga úr eftirliti með samkeppnisreglum. Við styrkingu samkeppnislaganna 2011 mættum við mikilli andstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Sú sérhagsmunabarátta skilaði ekki árangri þar sem við og Vg stóðum saman í að efla nauðsynlegt eftirlit og aðhald gagnvart viðskiptalífinu. Þessir sömu aðilar vilja nú nýta stöðu sína til að veikja Samkeppniseftirlitið og nú með stuðningi Vg. Ekki verður annað séð en að möguleikar til að grípa til aðgerða gegn háttsemi fyrirtækja sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni „almenningi til tjóns“ verði stórlega veiktir, gangi frumvarpið eftir. Þar er einnig lagt til að dregið verði verulega úr eftirliti með því annars vegar að fyrirtækjum verður falið að meta hvort samráð þeirra raskar samkeppni og mun fleiri samrunar verði undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þá er það mikið áhyggjuefni að frumvarpið ber með sér þann anda að í stað þess að styrkja samkeppnislögin í samræmi við það sem verið hefur að gerast í Evrópu undanfarin ár er verið að veikja þau. Það er nefnilega algerlega rangt að frumvarpið, eins og það lítur út, jafnvel með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar, sé í samræmi við þróun samkeppnisreglna í Evrópu undanfarin ár. Þar hefur hugmyndafræðin byggst á því að styrkja lögin en ekki að veikja þau eins og hér. Það er því að mínu mati nauðsynlegt að allir, jafnt innan þings sem utan og þá einkum verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin, sem vilja gæta hagsmuna almennings, standi saman á ný og verjist þessari atlögu sérhagsmunanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér er því enn mikilvægara að hafa virkt eftirlit með samkeppni en í stærri löndum. Með veiku eftirliti geta fyrirtæki nýtt sér aðstæður til að skapa einokunarstöðu sem vinnur gegn hag almennings. Óli Björn Kárason skrifaði grein í Morgunblaðið 24. júní þar sem hann mælir með breytingunum enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi viljað veikja Samkeppniseftirlitið, eða eins og Óli Björn orðar það sjálfur í greininni: „Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum.“ Ýmis vafasöm atriði er þarna að finna jafnvel þó að breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar dragi lítillega úr skaðanum. Verði frumvapið að lögum mun það auðvelda samruna stórra fyrirtækja, þ.e.a.s. veltumörk tilkynningaskyldra samruna eiga að hækka verulega þannig að stórir samrunar verða ekki tilkynningaskyldir. Einnig er fyrirtækjum ætlað að meta sjálf hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt svo dæmi séu tekin um breytingarnar. Efnahagur eftir COVID-19 Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að það sé samið m.a. til að taka tillit til þess að miklar breytingar hafa orðið í íslensku efnahagslífi frá því samkeppnislögum var síðast breytt, árið 2011. „Mikill uppgangur hefur verið á síðustu árum á ákveðnum sviðum atvinnulífsins þar sem mikil samkeppni hefur leitt af sér töluvert aðhald fyrirtækja hvert með öðru og nokkurn fjölda samruna.“ Öllum má vera ljóst að miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi eftir COVID-19 og því hafa þessar forsendur fyrir frumvarpinu einfaldlega brugðist. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að sporna gegn blokkamyndun í viðskiptalífinu. Hættan á blokkamyndun er enn meiri í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast eftir COVID-19. Það er því alls ekki rétta leiðin að nýta þetta erfiða umhverfi til að búa til kjöraðstæður fyrir ráðandi fyrirtæki á fákeppnismörkuðum. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að valda ekki auknu tjóni með því að búa til einokunarfyrirtæki á mörkuðum. Slíkt gengur gegn hag almennings. Sterkara Samkeppniseftirlit Árið 2011 stóðum við í Samfylkingunni og Vg, sem þá vorum í ríkisstjórn, að styrkingu samkeppnislaga og til að skapa virka samkeppni. Þar lá til grundvallar skýr vilji til að gæta almannahagsmuna. Sjónarmiðið var einkum það að keppi fyrirtæki á markaði um viðskiptavini batna kjör almennings og atvinnulífið verður þróttmeira. Þannig skapast tekjur og skattar, sem síðan auðveldar að reka betra velferðarkerfi. Virk samkeppni er á hinn bóginn ekki sjálfgefin og stór fyrirtæki á hinum litla íslenska markaði hafa mikla hagsmuni af því að draga úr henni og þá ekki síst að draga úr eftirliti með samkeppnisreglum. Við styrkingu samkeppnislaganna 2011 mættum við mikilli andstöðu frá Sjálfstæðisflokknum, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Sú sérhagsmunabarátta skilaði ekki árangri þar sem við og Vg stóðum saman í að efla nauðsynlegt eftirlit og aðhald gagnvart viðskiptalífinu. Þessir sömu aðilar vilja nú nýta stöðu sína til að veikja Samkeppniseftirlitið og nú með stuðningi Vg. Ekki verður annað séð en að möguleikar til að grípa til aðgerða gegn háttsemi fyrirtækja sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni „almenningi til tjóns“ verði stórlega veiktir, gangi frumvarpið eftir. Þar er einnig lagt til að dregið verði verulega úr eftirliti með því annars vegar að fyrirtækjum verður falið að meta hvort samráð þeirra raskar samkeppni og mun fleiri samrunar verði undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þá er það mikið áhyggjuefni að frumvarpið ber með sér þann anda að í stað þess að styrkja samkeppnislögin í samræmi við það sem verið hefur að gerast í Evrópu undanfarin ár er verið að veikja þau. Það er nefnilega algerlega rangt að frumvarpið, eins og það lítur út, jafnvel með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar, sé í samræmi við þróun samkeppnisreglna í Evrópu undanfarin ár. Þar hefur hugmyndafræðin byggst á því að styrkja lögin en ekki að veikja þau eins og hér. Það er því að mínu mati nauðsynlegt að allir, jafnt innan þings sem utan og þá einkum verkalýðshreyfingin og Neytendasamtökin, sem vilja gæta hagsmuna almennings, standi saman á ný og verjist þessari atlögu sérhagsmunanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun