Þú getur leyft þér það Rannveig Borg skrifar 21. júní 2020 15:00 Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Sjá meira
Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun