Íslands hundrað ár Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 19. júní 2020 09:15 Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í dag er sérstakur dagur, dagur sem ber að fagna, þennan dag 19. júní 1915, var unninn mikill baráttusigur og lagður grunnur að kosningarétti kvenna og vinnumanna. Kosningaréttur sem til fulls varð jafngildur á við kosningarétt karlmanna fyrir hundrað árum, árið 1920. Það kann að virðast skrítið fyrir mörg okkar sem yngri erum, að ímynda sér þann veruleika þar sem ekki þótti eðlilegt að konur og vinnumenn hefðu jafnan kosningarétt á við karla. Það eru ekki nema hundrað ár síðan sú var raunin. Í samhengi við mannkynssöguna, eru hundrað ár ekki langur tími. En breytingar koma ekki af sjálfdáðum, að þeim þarf að vinna, að þeim þarf að stefna. Mér er mjög minnisstæð sú frásögn Harðar Torfasonar, sem ungur maður hafði hann verið eltur úti á götum og grýttur, fyrir það eitt að fella hug til eigin kyns, sem hann upplýsti þjóðina um, í viðtali sem tekið var við hann þennan dag 19. júní 1975. Eftir mikla réttindabaráttu hefur viðhorf í garð samkynheigðra batnað svo um munar. Í dag eigum við forseta sem tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum með regnbogaarmband á úlnliðnum til stuðnings baráttu samkynheigðra. Hér á plánetunni okkar er til fólk, sem með stríðsátökum og hörmungum er hrakið af sínu heimili. Leggur land undir fót við erfiðar aðstæður, leitandi skjóls og ratar jafnvel undan hrakningum hingað til Íslands í leit að öryggi og friði. Í dag eigum við forseta, þann eina sem opnað hefur sínar dyr og tekið á móti flóttafólki á Bessastöðum. Við ýmis tilefni þar sem forseti okkar kemur sem þjóðhöfðingi, hlýðir hann á hæfileikaríka einstakinga sem fram úr skara og fagnar þeim. Í dag eigum við forseta sem horfir yfir hópinn og vill líka hvetja þá sem aftast eru og segja: þú getur þetta. Guðni hefur sannað það í verkum sínum og gjörðum að hann er forseti mannréttinda. Þó að þjóðsöngur okkar segi: „Íslands þúsund ár“, þá líkt og með kosningarétt kvenna, er margt sem getur breyst á hundrað árum. Þá er margt sem getur breyst á einu kjörtímabili. Ég kýs forseta mannréttinda, ég kýs einstakling sem ég er stoltur af að kalla vin minn og forseta minn, ég kýs Guðna Th. Jóhannesson. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar, nýtum okkar lýðræðislega rétt, sem ekki hefur alltaf verið öllum sjálfgefinn. Mætum á kjörstað og skilum okkar atkvæði. Þinn vilji skipir máli. Höfundur er stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar forseta.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar