Handbolti

Þjóðverjar heimsækja Þóri í Þrándheimi í desember

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir Hergeirsson stefnir á að vinna Evrópumótið í fjórða sinn á heimavelli í desember.
Þórir Hergeirsson stefnir á að vinna Evrópumótið í fjórða sinn á heimavelli í desember. Getty/Baptiste Fernandez

Í morgun var dregið í riðla fyrir Evrópumót kvenna í handbolta sem fram fer 3. til 20. desember í Danmörku og Noregi. Það er því ljóst að lið Þjóðverja mæta liði Þóris Hergeirssonar í Þrándheimi.

Undankeppni EM kvenna var einfaldlega aflýst vegna kórónufaraldursins og sæti veitt eftir árangri liðanna á síðustu Evrópumóti. Það eru því sömu 16 lið sem taka þátt á EM í desember og tóku þátt á mótinu árið 2018 þar sem Frakkar fögnuðu sigri eftir þriggja marka sigur, 24-21, á Rússum.

Evrópumeistarar Frakka eru með Danmörku, Slóveníu og Svartfjallaland í A-riðli. Í B-riðli er silfurlið Rússa ásamt Spáni, Svíþjóð og Tékklandi. Í C-riðli eru svo ríkjandi heimsmeistarar Hollands ásamt Króatíu, Serbíu og Ungverjalandi.

Að lokum er D-riðill skipaður Noregi, Póllandi, Rúmeníu og Þýskalandi. Fer sá riðill fram í Þrándheimi en það er ljóst að Þórir Hergeirsson stefnir á enn einn titilinn á heimavelli í desember.

Undir stjórn Þóris hefur norska liðið unnið Ólympíuleikana einu sinni, orðið heimsmeistari tvisvar og Evrópumeistarar þrisvar.

A-riðill

Danmörk

Frakkland

Slóvenía

Svartfjallaland

B-riðill

Rússland

Spánn

Svíþjóð

Tékkland

C-riðill

Holland

Króatía

Serbía

Ungverjaland

D-riðill

Noregur

Pólland

Rúmenía

ÞýskalandAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.