Seigla og bjartsýni Drífa Snædal skrifar 12. júní 2020 14:30 Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Skoðun Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar