Seigla og bjartsýni Drífa Snædal skrifar 12. júní 2020 14:30 Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar