Nýr tónn sleginn Einar Sveinbjörnsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun