Rasismi meðal samkynhneigðra manna Derek T. Allen skrifar 11. júní 2020 12:00 Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi. Íslenska samfélagið hefur oft verið útilokandi gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á tvenna vegu, annars vegar löglegur og hins vegar félagslegur. Fyrst að þeir vita hvernig það er að vera fyrir fordómum myndi maður hugsa að þeir myndi vita betur en að halda fordómum á lofti, en sem karlmaður sem er bæði svartur og samkynhneigður get ég vel sagt að sannleikurinn sé sá að það er ekki svoleiðis. Af höndum samfélagsins sem stoltir sig af hversu opið og fjölbreytilegt það er hef ég lent í gildru mismunar vegna míns kynþáttar. Blætisdýrkun (e. fetish) er, í mjög stuttu máli, þegar maður er fáránlega gagntekinn af einhverju. Blætisdýrkanir, eins og almennur maður þekkir þær, eru vanalega kynferðislegar í eðli og eru oft á tíðum gagnvart tegund fólks. Blætisdýrkun gagnvart svörtu fólki (stundum kölluð á ensku jungle fever) birtist sem mjög mikil aðlögun sem beinist að fólki sem svart er. Fólkið sem býr undir slíkri blætisdýrkun búa einnig undir viðhorfum gagnvart svörtu fólki þar sem grunnurinn er staðalímyndir sem við höfum kennd við þennan félagshóp. Til dæmis, sem svartur karlmaður hafa hvítir hommar á Íslandi gert ráð fyrir því að ég væri öfgakarlmannslegur bófi. Ég hef fengið beiðni frá algjörum óþekktum karlmönnum að drottna yfir þeim og ég hef jafnvel verið spurt um stærð limsins míns í byrjun samtals. Þótt að þessar staðalímyndir virðast ekki vera það skaðlegar hafa þær meiri áhrif heldur en gert er grein fyrir. En á meðan fólk veiðir okkur uppi er einnig fólk til sem viðbjóðast svo mikið af okkur að þeir vilja ekki jafnvel eiga neins konar erindi við okkur. Það hefur gerst í okkar eigin svokölluðum hinsegin börum í höfuðborginni Kiki og Curious þar sem ég hef lent í því að kærasti “vinar” míns vildi ekki að ég spjallaði við þá vegna þess ég er dökkur á hörund og raunverulegum vini mínum var beinlínis sagt “Ew, you’re black” eftir að viðmælandinn áttaði sig á því hvað vinur minn er ekki hvítur þótt að þeir náðu vel saman.Þegar ég kom fyrst Íslands var ég afar spenntur að geta verið eins og ég er þar sem ástandið er mjög misjafnt í mínu heimalandi, en það að sjá að hommar hér á landi hafa byggt upp slíkt eitrað samfélag í kringum sig hefur gert mig hryggbrotinn þar sem ég bjóst alls ekki við því frá landi sem segist vera svo opið. Í tilraunum þar sem ég hef reynt að koma þessu á framfæri við aðra homma hefur mér verið sagt að ég væri að væla og að þessi vandamál séu ekki til staðar. Viðhorf hvítra íslenskra samkynhneigðra karlmanna gagnvart þeim okkar af öðrum kynþætti er þreytandi að tækla. Ég er þreyttur á því að öskra í tómarúmi þar sem ekki er tekið mark á mínum kvörtunum. Ég er þreyttur á því að vera kenndur um að nota Google Translate til að tjá mig í þjóðtungunni, séð sem „thug”, eða annars vegar hafa þeirra ímyndum af svörtum mönnum varpað á mig. Ég er þreyttur á því að hópur sem verður svo oft fyrir fordómum vill ekki skilja þetta sjónarhorn. Þótt að ástandið meðal íslenskra homma sé ekki fullkomið skal ég samt vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Ég hef kynnst mörgum góðum hommum hérlendis, en ég vona að allir þeirra munu að lokum sjá framhjá kynþátt annarra, og þar af leiðandi verða það opið samfélag sem það vonast eftir að vera. Höfundur er ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Baráttur jaðarhópa hafa verið mikið í umræðunni nýlega. Í kjölfari morðs Georges Floyds er heimssamfélagið er ræða virði svartra lífa á meðan hinsegin fólk fagnar framkomum sem hafa átt sér stað undanfarin aldir, þar á meðal samkynhneigðir karlmenn hér á landi. Íslenska samfélagið hefur oft verið útilokandi gagnvart samkynhneigðum karlmönnum á tvenna vegu, annars vegar löglegur og hins vegar félagslegur. Fyrst að þeir vita hvernig það er að vera fyrir fordómum myndi maður hugsa að þeir myndi vita betur en að halda fordómum á lofti, en sem karlmaður sem er bæði svartur og samkynhneigður get ég vel sagt að sannleikurinn sé sá að það er ekki svoleiðis. Af höndum samfélagsins sem stoltir sig af hversu opið og fjölbreytilegt það er hef ég lent í gildru mismunar vegna míns kynþáttar. Blætisdýrkun (e. fetish) er, í mjög stuttu máli, þegar maður er fáránlega gagntekinn af einhverju. Blætisdýrkanir, eins og almennur maður þekkir þær, eru vanalega kynferðislegar í eðli og eru oft á tíðum gagnvart tegund fólks. Blætisdýrkun gagnvart svörtu fólki (stundum kölluð á ensku jungle fever) birtist sem mjög mikil aðlögun sem beinist að fólki sem svart er. Fólkið sem býr undir slíkri blætisdýrkun búa einnig undir viðhorfum gagnvart svörtu fólki þar sem grunnurinn er staðalímyndir sem við höfum kennd við þennan félagshóp. Til dæmis, sem svartur karlmaður hafa hvítir hommar á Íslandi gert ráð fyrir því að ég væri öfgakarlmannslegur bófi. Ég hef fengið beiðni frá algjörum óþekktum karlmönnum að drottna yfir þeim og ég hef jafnvel verið spurt um stærð limsins míns í byrjun samtals. Þótt að þessar staðalímyndir virðast ekki vera það skaðlegar hafa þær meiri áhrif heldur en gert er grein fyrir. En á meðan fólk veiðir okkur uppi er einnig fólk til sem viðbjóðast svo mikið af okkur að þeir vilja ekki jafnvel eiga neins konar erindi við okkur. Það hefur gerst í okkar eigin svokölluðum hinsegin börum í höfuðborginni Kiki og Curious þar sem ég hef lent í því að kærasti “vinar” míns vildi ekki að ég spjallaði við þá vegna þess ég er dökkur á hörund og raunverulegum vini mínum var beinlínis sagt “Ew, you’re black” eftir að viðmælandinn áttaði sig á því hvað vinur minn er ekki hvítur þótt að þeir náðu vel saman.Þegar ég kom fyrst Íslands var ég afar spenntur að geta verið eins og ég er þar sem ástandið er mjög misjafnt í mínu heimalandi, en það að sjá að hommar hér á landi hafa byggt upp slíkt eitrað samfélag í kringum sig hefur gert mig hryggbrotinn þar sem ég bjóst alls ekki við því frá landi sem segist vera svo opið. Í tilraunum þar sem ég hef reynt að koma þessu á framfæri við aðra homma hefur mér verið sagt að ég væri að væla og að þessi vandamál séu ekki til staðar. Viðhorf hvítra íslenskra samkynhneigðra karlmanna gagnvart þeim okkar af öðrum kynþætti er þreytandi að tækla. Ég er þreyttur á því að öskra í tómarúmi þar sem ekki er tekið mark á mínum kvörtunum. Ég er þreyttur á því að vera kenndur um að nota Google Translate til að tjá mig í þjóðtungunni, séð sem „thug”, eða annars vegar hafa þeirra ímyndum af svörtum mönnum varpað á mig. Ég er þreyttur á því að hópur sem verður svo oft fyrir fordómum vill ekki skilja þetta sjónarhorn. Þótt að ástandið meðal íslenskra homma sé ekki fullkomið skal ég samt vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Ég hef kynnst mörgum góðum hommum hérlendis, en ég vona að allir þeirra munu að lokum sjá framhjá kynþátt annarra, og þar af leiðandi verða það opið samfélag sem það vonast eftir að vera. Höfundur er ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun