Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, var valinn leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni.
Hornamaðurinn knái varð tvöfaldur meistari með Elverum á sínu síðasta tímabili hjá félaginu. Þá lék hann afar vel með liðinu í Meistaradeild Evrópu.
ÅRETS ELITESERIESPILLER MENN
— Norsk Topphåndball (@Topphandball) June 8, 2020
Spillerne i REMA 1000-ligaen har stemt frem sin favoritt Vi gratulerer Sigvaldi Gudjonsson fra Elverum med tittelen. https://t.co/xFIT9dUIAg pic.twitter.com/ksMMfaRtex
Sigvaldi gengur í raðir pólska meistaraliðsins Kielce í sumar ásamt félaga sínum í landsliðinu, Hauki Þrastarsyni.
Sigvaldi, sem er 25 ára, lék með Elverum í tvö ár en hann kom til félagsins frá Århus í Danmörku.
Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót; HM 2019 og EM 2020.