Golf

Ólafía á eitt högg fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía heldur áfram að spila vel í byrjun golfsumarsins.
Ólafía heldur áfram að spila vel í byrjun golfsumarsins. seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einu höggi á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur er tveimur hringjum af þremur er lokið á Golfbúðarmótinu sem fer fram í Leirunni um helgina.

Mótið er annað stigamót GSÍ mótaraðarinnar þetta sumarið en fyrsta mótið fór fram á Akranesi í lok maímánaðar. Ólafía Þórunn stóð uppi sem sigurvegari þar og getur því unnið tvö fyrstu mótin.

Ólafía Þórunn spilaði á 72 höggum í dag, tveimur höggum betur en í gær, og er því samanlagt á tveimur höggum yfir pari. Guðrún Brá spilaði einnig á 72 höggum í dag og Hafnfirðingurinn eltir Ólafíu eins og skugginn.

Nokkuð langt er niður í þriðja sætið en Saga Traustadóttir er þar á átta höggum yfir pari, fimm höggum á eftir Guðrúnu, og þar af leiðandi sex höggum á eftir Ólafíu.

Alla stöðuna fyrir lokahringinn má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.