Golf

Segist ekki hafa séð Tiger Woods slá svona vel í langan tíma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tiger virðist hafa nýtt frítímann vel.
Tiger virðist hafa nýtt frítímann vel. EPA-EFE/DAVID SWANSON

Butch Harmon, fyrrum atvinnumaður í golfi og almennur sérfræðingur um íþróttina, segir að Tiger Woods gæti hafa grætt töluvert meira en aðrir golfarar á hléinu sem var gert á PGA mótaröðinni vegna kórónufaraldursins.

Harmon segir að frammistaða Tiger í „The Match“ hafa sýnt hans bestur hliðar. „Ég hef ekki séð hann slá jafn vel í langan tíma,“ segir Harmon í grein sinni á Sky Sports.

„The Match“ var góðgerðarleikur þar sem Tiger og NFL leikstjórnandinn Payton Manning kepptu gegn kylfingnum Phil Mickelson og öðrum NFL leikstjórnanda, engum öðrum en Tom Brady. Fór það svo að Woods og Mickelson unnu með einu höggi.

„Miðað við aðstæðurnar sem þeir spiluðu í, rigningunni og rokinu, þá fannst mér Tiger spila stórkostlega. Ég hélt mögulega að hann myndi koma til baka eftir allt sem hann hefur gengið í gegnum en ég hélt aldrei að hann myndi koma til baka og keppa til sigurs,“ sagði Harmon einnig.

Tiger kom öllum á óvart þegar hann vann sinn 80. sigur á PGA mótaröðinni í september árið 2018.

Það er ljóst að hinn 45 ára gamli Tiger á nóg eftir og verður forvitnilegt að fylgast með honum þegar PGA mótaröðin fer aftur af stað um eftir rúmlega viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.