Körfubolti

Lofa að koma naktir fram ef þeir ná markmiðum sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Menn virðast ekki beint æstir í að hlaupa 100 metrana naktir í kvöld fari svo að deildin nái markmiðum sínum.
Menn virðast ekki beint æstir í að hlaupa 100 metrana naktir í kvöld fari svo að deildin nái markmiðum sínum. Mynd/Facebook-síða Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur lofar að koma nakin fram takist henni að selja 250 sýndarmiða fyrir klukkan 20:00 í kvöld. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá deildinni á Facebook.

Menn deyja ekki ráðalausir í Keflavík en körfuknattleiksdeild félagsins hefur staðið fyrir fjáröflun undanfarið á Karolina Fund. Liðið átti frábært tímabil í Domino´s deild karla í vetur áður en deildinni var aflýst vegna kórónufaraldursins. Þeir stefna á svipaðan árangur á næstu leiktíð og hafa nú þegar hafið fjármögnun. 

Hefur hún gengið vel en betur má ef duga skal. Því hafa stjórnarformenn lofað því að hlaupa 100 metra spretthlaup á Nettó-vellinum, heimavelli fótboltaliðs Keflavíkur, takist þeim að selja 250 sýndarmiða fyrir klukkan 20:00 í kvöld.

Það er þó einn hængur á.

Munu þeir hlaupa naktir takist þeim að selja 250 miða. Hvort þetta auki líkurnar á því að miðarnir seljist verður ósagt látið en það er ljóst að menn fara nýstárlegar leiðir þegar kemur að því að ná sér í pening í Keflavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.