Formúla 1

Formúla 1 fær grænt ljós í Englandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewis Hamilton er eflaust mjög spenntur að keppa á heimavelli í ágúst.
Lewis Hamilton er eflaust mjög spenntur að keppa á heimavelli í ágúst. Vísir/Getty

Bresk stjórnvöld hafa gefið Formúlu 1 kappakstrinum grænt ljós á að keppa á hinni fornfrægu Silverstone-braut í Englandi í sumar. Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Formúla 1 fengið leyfi fyrir tveimur keppnum á Silverstone-brautinni.

Þá þurfa ökumenn og starfslið liðanna ekki að fara í tveggja vikna einangrun við komuna til landsins.

Bresk stjórnvöld eru að reyna koma íþróttalífi landsins í eðlilegt horf en enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst aftur þann á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní. Þá fer enska B-deildin aftur af stað þremur dögum síðar eða þann 20. júní.

Formúla 1 stefnir að því að hefja tímabilið fyrstu vikuna í júlí en fyrstu tíu keppnum ársins var öllum frestað vegna kórónufaraldursins. Tvær keppnir munu fara fram í Austurríki áður en haldið verður til Ungverjalands. Líkt og í öðrum íþróttaviðburðum verður leikið fyrir luktum dyrum og verða fjöldatakmarkanir á fjölda starfsmanna.

Stefnt er að því að keppa á Silverstone-brautinni snemma í ágúst áður en haldið verður til Spánar, Belgíu og Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.