Skoðun

Samfélagsmein

Brynjar Jóhannsson skrifar

Þróun mannkyns hefur leitt af sér hina ótrúlegustu hluti. Hluti, sem eitt sinn þóttu ómögulegir. Í aldanna rás hafa helstu hugsuðir heimsins enda lagt allt sitt af mörkum í þágu hagsmuna heildarinnar. Gefur auga leið að slíkt er ekki, mun aldrei vera, auðvelt. Víðfræg orð Thomas Edisons undirstrika þetta enda með góðu móti, um að honum hafi „ekki mistekist, heldur einungis fundið 10.000 aðferðir sem ekki virka”.

Í ljósi þessarar þróunnar hafa menn og konur þá aukinheldur lagt allt sitt af mörkum til að gera áðurnefndar hugmyndir að veruleika. Hugmyndir þær sem hverju mannsbarni eru kenndar, úthugsaðar skoðanir sem þykja almennt viðurkenndar, og síðast en ekki síst, þeir veraldlegu hlutir sem við sjáum allt í kringum okkur urðu enda ekki til í tómarúmi.

Þrátt fyrir þá erfiðisvinnu sem mannkynið allt hefur lagt af mörkum, eru, og hafa alltaf verið, einhverjir sem bera ekki virðingu fyrir umræddri vinnu. Fólk sem svífst einskis. Í allflestum tilvikum teljst slíkt fólk heyra til glæpamanna. Slík skilgreining er þó háð gildandi lögum á hverjum tíma.

Á Íslandi í dag, virðist þó vera sem slíkir óþokkar fái að ganga frjálsir um götur bæja og borga, og vanvirði veraldlega muni með fyrirlítlegri iðju sinni. Þetta gera þau almennt óáreitt. Þegar ég var ungur snáði var mér kennt að glæpir borga sig ekki, en þetta skeytingarleysi hins opinbera fær mig til að efast um sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar.

Þetta verður að stöðva, helst ekki seinna en í gær. Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot.

Höfundur er stofnandi nýstofnaðs Félags Ungs Fólks gegn Veggjarkroti (FUFV).



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×