Formúla 1

Formúlan hefst í byrjun júlí

Sindri Sverrisson skrifar
Eftir rúman mánuð getur Lewis Hamilton hafið titilvörn sína sem ríkjandi heimsmeistari.
Eftir rúman mánuð getur Lewis Hamilton hafið titilvörn sína sem ríkjandi heimsmeistari. VÍSIR/GETTY

Fyrstu kappakstrarnir á nýju tímabili í Formúla 1 munu fara fram í Austurríki 5. og 12. júlí. Austurrísk stjórnvöld hafa samþykkt það.

Keppt verður fyrir luktum dyrum á Red Bull Ring í Spielberg.

Keppnistímabilið átti að hefjast í Ástralíu í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var þeirri keppni og níu öðrum frestað. Ef að allt gengur að óskum í Austurríki verður þriðja keppni tímabilsins í Búdapest í Ungverjalandi 19. júlí.

Samið hefur verið um að tvær keppnir verði á Silverstone-brautinni í Bretlandi í ágúst en vinna við endurskipulagða dagskrá tímabilsins er enn í fullum gangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.